Nú liggur leiðin að Laugum!

Image

Á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl næstkomandi verður opið hús í íþróttahúsinu á Laugum frá kl. 13:00-16:00. Þar verður ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt í boði fyrir alla aldurshópa.

  • Nemendur og starfsfólk FL munu kynna það fjölbreytta starf sem unnið er í skólanum.
  • Einnig munu vöruframleiðendur og listamenn úr nærsamfélagi okkar verða með kynningar og sölubása.
  • Leikir og þrautir fyrir yngstu kynslóðina verða í boði nemenda FL og lifandi tónlist – skólahljómsveit og söngvarar.
  • Gamli húsmæðraskólinn á Laugum verður opinn og gestir leiddir um húsið og Kórinn Sálubót kemur og tekur nokkur lög.
  • Nemendur FL verða með hesta og teyma undir þeim sem vilja fara á bak.
  • Kaffihúsastemming með vöfflum og tilheyrandi verður í boði Framhaldsskólans.
  • Sundlaugin verður opin – frítt fyrir alla.

Sjáumst sem flest og fögnum sumri saman!

Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum.

Tónkvíslin 2018! – 17. mars á Laugum

Image

Næstkomandi laugardagskvöld fer fram Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum. Við hvetjum unga sem aldna að koma njóta kvöldsins með okkur í íþróttahúsinu á Laugum. Þetta er upplagt tækifæri fyrir útskrifaða og „gamla“ nemendur að heimsækja gamla skólann sinn og sjá afrakstur þrotlausar vinnu nemenda við að skipuleggja og koma í framkvæmd einum stæsta tónlistarviðburði sem haldinn er Norðurlandi. Miða er hægt að kaupa tvennan hátt, annarsvegar með því að hafa samband á netfangið si.ragual@nilsivknot og hinsvegar er hægt að kaupa miða beint hér og prenta hann út sjálf: https://tix.is/is/event/5711/tonkvislin-2018/
Einnig er hægt að kaupa miða við dyr en við mælum með því að búið sé að kaupa miða fyrir kvöldið til að forðast biðröð. Endilega deilið þessum tíðindum! 🙂

Almennt miðaverð: Kr. 3000
Börn 6 – 15 ára Kr. 2000
Frítt fyrir börn undir 6 ára

Vika í Tónkvíslina

Miðasala fyrir Tónkvíslina er enn í fullum gangi á tix.is! Tuttugu glæsileg atriði og Helgi Björnsson í hléi dómnefndar 🤩 Klárlega viðburður sem enginn vill missa af.Miðaverð á þennan glæsilega menningarviðburð aðeins 3.000 kr! 🎟️https://tix.is/is/event/5711/tonkvislin-2018/

Posted Tónkvíslin on Sunday, March 11, 2018

Morfís æfing

Image

22. febrúar sl. var haldin Morfís-æfing fyrir Morfís lið Laugaskóla. Þar mættu þau liði starfsmanna og var umræðuefnið fíkniefni. Starfsmenn voru meðmælendur en Morfísliðið voru andmælendur. Æfingin var í tilefni af því að Framhaldsskólinn á Laugum mætir Kvennó í Morfís á þriðjudaginn næsta og er spenningurinn mikill!

Smádýr í Laxá – Guðmundur Smári

Image

Að störfum

Guðmundur Smári raungreinakennari hlaut styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar upp á kr. 345.000 nú á dögunum til að rannsaka smádýr í Laxá. Verkefnið snýst um að fylgjast með sveiflum yfir eitt ár í smádýralífi Laxár, það er gert með því að safna sýnum mánaðarlega og greina hvaða dýr finnast í þeim. Nemendur náttúrufræðibrautar koma til með að vera virkir þátttakendur í verkefninu og kynnast þannig hvernig rannsóknarvinna í líffræði fer fram, á stærri skala en hægt er að kenna í stökum áföngum. Þess er vert að geta að nánast einungis verkefni innan háskóla hljóta styrki úr þessum sjóði og er Framhaldsskólinn á Laugum eini framhaldsskóli landsins sem hlýtur styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar.