Category: Fréttir og tilkynningar
Tónkvíslarvika
Nú er undirbúningur fyrir Tónkvíslina í fullum gangi. Tónkvíslin fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Laugum, laugardaginn 22. febrúar næstkomandi. Framkvæmdarstjórn Tónkvíslarinnar skipuleggur keppnina, en stjórnin er skipuð af nemendum Laugaskóla. Auk þess var Arna Kristín ráðin verkefnastjóri Tónkvíslarinnar, en það er í hennar verkahring að sjá til þess að allt fari samkvæmt áætlun, ásamt því að vera hægri hönd framkvæmdarstjórans. Tónkvíslin hefur verið haldin í 15 ár og vex með …Lestu áfram
Þorrablót og félagsvist
Þorrablót fór fram í gær, fimmtudaginn 6. febrúar í matsal skólans. Góð mæting var frá nemendum, og stjórnaði Lúðvík samkomunni, sem og fjöldasöng með aðstoð Systu. Talsvert var lagt í skemmtiatriði nemenda, en þeir fluttu grínmyndband sem var gert af myndbandsfélaginu Hnetunni. Bjössi skólastjóri var með spurningakeppni, þar sem svörin voru annað hvort já eða nei. Bríet Guðný sigraði spurningakeppnina eftir harða keppni við Guðrúnu Gísla. Að loknu borðhaldi var …Lestu áfram
Jöfnunarstyrkur – áttu eftir að sækja um?
Ekki gleyma að sækja um jöfnunarstyrk fyrir vorönn 2020 …Lestu áfram