Bókalisti haustannar 2017 er nú aðgengilegur með því að smella hér
Category: Fréttir og tilkynningar
Skólasetning 27. ágúst kl. 18:00
Framhaldsskólinn á Laugum verður settur í þrítugasta sinn kl. 18:00 sunnudaginn 27. ágúst í íþróttahúsi skólans. Að skólasetningu lokinni verður nemendum og aðstandendum þeirra boðið upp á kvöldmat í matsal skólans. Heimavistirnar opna kl. 13:00 sama dag. Við hlökkum til að sjá ykkur öll og til komandi vetrar.
34 nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum
Þann 20. maí voru brautskráðir 34 nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum í blíðskaparveðri, en aldrei áður hafa svona margir verið brautskráðir frá skólanum. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson brautskráðist af félagsfræðibraut með hæstu einkunn allra eða 9,35. Bjargey Ingólfsdóttir brautskráðist af íþróttabraut með hæstu einkunn stúlkna 8,09. …Lestu áfram
Heimavistarskóli í sveit
Framhaldsskólinn á Laugum er öðruvísi framhaldsskóli sem býður upp á einstaklingsmiðað nám þar sem vel er haldið utan um hvern og einn og námið sniðið að þörfum hvers og eins. Skólinn er lítill heimavistaskóli í sveit með um 100 nemendum sem flestir búa saman á heimavistum skólans. Skólinn býður upp á þrjár meginstúdentsbrautir, náttúruvísindabraut, félagsvísindabraut og íþróttabraut, auk kjörsviðsbrautar þar sem nemendur geta sett saman stúdentspróf sitt sjálfir. Einnig er …Lestu áfram