Birt 24. júní, 2024
Áhersla á trausta þekkingu á sviði náttúrufræði, raunvísinda og stærðfræði
Á náttúruvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám með sérstaka áherslu á trausta þekkingu á sviði náttúrufræði, raunvísinda og stærðfræði. Að loknu námi eiga nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu á áðurnefndum sviðum og vera færir um að nýta sér hana við margvísleg verkefni og til frekara náms, einkum í náttúru- og raunvísindum.
Hæfniviðmið:
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- að gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
- að takast á við frekara nám á sviði raunvísinda og stærðfræði
- að nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
- að beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
- að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og samstarfi
- að leita raka fyrir skoðunum sínum og setja þær fram á skýran og aðgengilegan hátt
- að beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga og úrvinnslu og túlkun þeirra.
- að geta nýtt sér kunnáttu sína í náttúru – og raunvísindum í mögulegri framtíðarþróun
- að njóta, nýta og virða umhverfi sitt á skynsamlegan hátt
- að tengja námið á brautinni nærumhverfi sínu, hvort heldur er skóla eða heimabyggð
Lestu meira um náttúruvísindabraut
Námsbrautarlýsing náttúruvísindabrautar
Hlustaðu á Hrafnhildi fyrrum nemanda skólans segja frá upplifun sinni.