Guðmundur farandkennari

,,Þriðjudaginn 7. febrúar fór ég austur á Egilsstaði þar sem 10 nemendur eru í fjarnámi í stjörnufræðiáfanga sem ég kenni. Áttum við saman góða stund þar sem nemendur héldu fyrirlestra fyrir mig og ég fyrir þau, ásamt því að farið var í stjörnuskoðun. Eiga nemendurnir lof skilið fyrir úthaldið því við hittumst kl. 16 og vorum að til kl. 20 (eftir hefðbundinn skóladag hjá þeim). Svo var ég þeirrar gæfu aðnjótandi …Lestu áfram

Þorrablót og félagsvist

Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum í samvinnu við mötuneyti skólans hélt veglegt þorrablót í gærkvöldi þar sem nemendur, kennarar og starfsfólk mættu prúðbúin í nýuppgerðan malsal að blóta þorra. Borðhald hófst kl. 18.00 þar sem formaður skemmtinefndar, Hákon Breki Harðarson bauð alla velkomna. Samkoman hófst með því að sungin voru lög áður en gengið var að trogum með niðursneiddum þorramat af bestu gerð. Að loknu borðhaldi voru skemmtiatriði í boði nemenda; …Lestu áfram

Naumt tap í Gettu betur

Gettu betur lið skólans tapaði naumlega í 16 liða úrslitum í gærkvöldi fyrir liði Fsu. Lokastaða var 17 – 15 og því var liðið ótrúlega nálægt því að vinna sér inn þátttökurétt í 8 liða úrslitum og þar með rétt til að keppa í sjónvarpshluta keppninnar. Frábær frammistaða engu að síður hjá okkar krökkum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn í keppninni í ár. Jafnframt óskum við FSu …Lestu áfram