Í gærkveldi var svokallað föndurkvöld sem Freydís Anna Arngrímsdóttir kennari, hafði veg og vanda af. Nemendur jafnt sem starfsmenn tóku þátt og má sjá á meðfylgjandi myndum fallega muni sem litu dagsins ljós.
Category: Fréttir og tilkynningar
Nemendum Framhaldsskólans á Húsavík boðið í heimsókn.
Í gær, miðvikudaginn 29. nóvember, fengum við nemendur frá Framhaldsskólanum á Húsavík í heimsókn til okkar. Byrjað var á því að keppa í capture the flag, sem endaði með jafntefli. Eftir keppnina fóru allir og fengu sér vöfflur í boði skólans. Svo var spurningakeppni í Þróttó þar sem að Húsvíkingar fóru með sigur af hólmi. Í lokin fóru flestir í feluleik í gamla skóla og síðan kvöddu Húsvíkingar. Við þökkum Húsvíkingum kærlega fyrir komuna. (DR)
Morgunhiminn á Laugum
Image
Það var fallegt í morgun, að líta til suðurs út um glugga á kaffistofu starfsmanna.
Baneitrað samband á Njálsgötunni
Leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík (FSH), Pýramus og Þispa hefur undanfarnar vikur æft í samvinnu við Framhaldsskólann á Laugum (FL) leikgerð úr skáldsögu Auðar Haralds Baneitrað samband á Njálsgötunni þar sem sögusviðið er árið 1984 í Reykjavík. Nemendur beggja skólanna hafa unnið hörðum höndum að þessari uppsetningu í leikstjórn Jennýjar Láru Arnórsdóttur. Leikritið fjallar um samband móður og sonar á Njálsgötunni og gengur á ýmsu í samskiptum þeirra. Í aðalhlutverkum eru …Lestu áfram