Nemendur í dýrafræði krufðu laxfiska mánudaginn 20. mars í verklegum tíma. Fiskarnir voru fengnir frá fiskeldinu á Laxamýri (einn regnbogasilungur og tvær bleikjur) og þökkum við þeim kærlega fyrir það! Fiskarnir voru svo ferskir að greina mátti hjartslætti í þegar búið var að fjarlægja hjörtun úr fiskunum.
Nemendafélag skólans hefur undanfarin ár staðið fyrir karla-og konukvöldi en í ár var brugðið á það ráð að fá þekktan skemmtikraft. Þar sem um tvær samkomur hefur verið að ræða þá var ákveðið að gera þetta að einni sameiginlegri kvöldskemmtun sem fékk heitið „kynjakvótakvöld“ þar sem allir nemendur skólans væru samankomnir. Dagskráin í kvöld hófst með pizzuhlaðborði sem nemendur tóku þátt í að undirb úa ásamt starfsfólki mötuneytis. Þegar nemendur …Lestu áfram
Skólinn var með bás á framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll um helgina. Það voru Sigurbjörn Árni skólameistari, María námsráðgjafi og Kristinn Ingi kerfisstjóri í aðalhlutverkum og nutu stuðnings nokkurra fyrrverandi nemenda skólans. Mikil aðsókn var í kynningarnar og voru margir áhugasamir um skólann okkar. Við þökkum þeim nemendum sem aðstoðuðu við kynninguna kærlega fyrir þeirra framlag.