Nefndir og ráð

Stjórnunarteymi Framhaldsskólans á Laugum

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari
Hallur B. Reynisson, áfangastjóri
Þórunn Sigtryggsdóttir, fjármálastjóri

Verkefnisstjórn þróunarverkefnis
 
Andri Hnikarr Jónsson, kennari.
Hallur B. Reynisson, áfangastjóri.
Margrét Guðmundsdóttir, kennari.
Ásta Gísladóttir, kennari. (Í leyfi)

Skólanefnd

Í skólanefnd sitja fimm manneskjur. Tvær eru skipaðar samkvæmt tilnefningu sveitarfélaga þeirra sem að skólanum standa og þrjár án tilnefningar af mennta- og menninarmálaráðherra. Nefndin er skipuð til fjögurra ára en kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru tveir, með málfrelsi og tillögurétt. Annar er tilnefndur af kennurum skólans en hinn af nemendum og eru þeir tilnefndir til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt, auk þess sem hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Hlutverk skólanefndar er m.a. að marka áherslur í starfi skólans. Núverandi skólanefnd skólans er þannig skipuð:

Dagbjört Jónsdóttir, formaður
Alma Dröfn Benediktsdóttir, ritari
Guðrún María Valgeirsdóttir
Sigurður Narfi Rúnarsson
Pétur Bergmann Árnason
Ragna Heiðbjört Ingunnardóttir, áheyrnarfulltrúi kennara

Fundargerðir skólanefndar

Skólaráð

Skólaráð er er skipað skólameistara, áfangastjóra, tveimur fulltrúum kennara og tveimur fulltrúum nemenda og er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar við stjórn skólans. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess. Skólaráð er einnig vettvangur nemenda til að fylgjast með og hafa áhrif á ákvarðanir í málefnum skólans og tengir saman nemendur, kennara og yfirstjórn skólans. Skólaráð Framhaldsskólans á Laugum skipa nú:

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari
Hallur B. Reynisson, áfangastjóri
Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir, kennari
Ragna Heiðbjört Ingunnardóttir, kennari
Hrólfur Jón Pétursson, nemandi
Jasmín Eir Eggertsdóttir, nemandi

 

Deila