Starfssvið

Skólameistari
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
sími 464 6301, GSM 693 1774, netfang si.ragual@mirgnras
Skólameistari veitir skólanum forstöðu. Í því felst m.a. að hann ber ábyrgð á rekstri hans, húsum, munum og tækjum, sjóðum, framkvæmdum, inntöku nemenda, kennslu og fjárreiðum öllum. Hann gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á að fylgt sé fjárhagsáætlun skólans og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans. Hann hefur yfirumsjón með starfsmönnum og ber ábyrgð á innra mati skólans, kynningu á starfsemi hans og að upplýsingar um ólögráða nemendur berist forráðamönnum þeirra

 

Áfangastjóri
Hallur B. Reynisson
sími 464 6302, GSM 848 3242, netfang si.ragual@rullah
Áfangastjóri hefur umsjón með rekstri áfangakerfis við skólann. Hann hefur yfirumsjón með gerð stundaskrár og er ráðgjafi nemenda og aðstoðarmaður varðandi val þeirra á áföngum og skipulag þeirra á náminu í samráði við námsráðgjafa. Þá hefur áfangastjóri umsjón með skipulagi og framkvæmd prófa. Hann hefur umsjón með skráningu námsferla, einkunna og fjarvista. Áfangastjóri er staðgengill skólameistara og honum til fullþingis um daglegan rekstur skólans.

 

Námsráðgjafi
Eygló Sófusdóttir 
sími 464 6318, netfang  si.ragual@olgye
Námsráðgjafi er nemendum til ráðuneytis og aðstoðar við lausn vandamála sem tengjast námi eða félagslegum þáttum skólavistarinnar. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu. Hann er ráðunautur kennara um vandamál nemenda og hefur samband við forráðamenn nemenda í samráði við þá og skólameistara. Hann sér um náms- og starfsfræðslu skólans og annast ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda. Námsráðgjafi hefur fasta viðtalstíma, sem auglýstir eru í upphafi annar.

 

 

Brautarstjóri almennrar brautar  Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir     
sími 464 6304, netfang  si.ragual@eannahoj
Brautarstjóri almennrar brautar vinnur með nemendum á sem stunda nám á almennri braut og forráðamönnum þeirra. Einnig aðstoðar hann þá sem þurfa á séraðstoð að halda í námi. Starfið er einstaklingsmiðað að fullu og skipulag þess mótast hverja önn fyrir sig. Hann hefur samband við forráðamenn nemenda í samráði við þá og skólameistara vegna persónubundinna námsáætlana. Brautarstjóri almennrar brautar hefur fasta viðtalstíma, sem auglýstir eru í upphafi annar.

 

Verkefnisstjóri Vopnafjarðardeildar Framhaldsskólans á Laugum
Bjarney Guðrún Jónsdóttir
sími 473 1818 GSM 864 1206 netfang si.ragual@yenrajb

Verkefnastjóri Vopnafjarðardeildar stýrir daglegu námi þar auk þess fylgja nemendum deildarinn í námsvikur á Laugum. Hann er í góðu sambandi við kennara og yfirstjórn skólans um rekstur deildarinnar og framvindu náms hjá nemendum hennar.

 

Bókasafnsvörður  Sólborg Matthíasdóttir Sími 4646300 netfang  si.ragual@allos Bókasafnsvörður veitir forstöðu bókasafni skólans.Hann annast m.a. innkaup á gögnum fyrir safnið, sem þjónar bæði nemendum og kennurum skólans.Bókasafnsvörður aðstoðar nemendur og kennara við heimildaleit og upplýsingaöflun og leiðbeinir þeim um notkun safnsins. 

 

Fjármálastjóri
Þórunn Sigtryggsdóttir
sími 464 6303 netfang si.ragual@nnuroht
Fjármálastjóri er skólameistara til aðstoðar við fjárhagsáætlun og daglegan rekstur. Hann sér um öll innkaup fyrir stofnunina, annast bókhald í samráði við Fjársýslu ríkisins og Ríkisendurskoðun og hefur eftirlit með bókhaldi nemenda. Fjármálastjóri fer einnig með bókhald mötuneytis.

 

Kerfisstjóri
Kristinn Ingi Pétursson
Sími 650 5252, netfang si.ragual@nnitsirk
Kerfisstjóri skipuleggur, stjórnar og ber ábyrgð á rekstri tölvu- og netkerfa í samræmi við sett markmið og áætlanir sem fyrir liggja.

 

Ritari
Sigrún Aagot Ottósdóttir si.ragual@attog ( í leyfi )
Sólborg Matthíasdóttir s. 464 6300, netfang si.ragual@allos   si.ragual@iratir  
Auk venjulegra skrifstofustarfa annast ritari ýmiskonar afgreiðslu í þágu nemenda, kennara og annars starfsfólks. Ritari er jafnframt tengiliður skólans við íbúa heimavistar.

 

Heimavistarstjóri
Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir
s. 776 6542, netfang si.ragual@aglo

 

Bryti
Kristján Guðmundsson
s. 464 6308, heimas. 464 3213, netfang si.ragual@najtsirk
Bryti hefur yfirumsjón með mötuneyti skólans. Í því felst m.a. matseld, innkaup og umsjón með ráðningu og verkstjórn aðstoðarfólks.

 

Þvottastjóri
Hjördís Sverrisdóttir
netfang  si.ragual@sidrojh
Þvottastjóri hefur umsjón með þvottahúsi skólans og annast þvott af öllum heimavistarbúum eftir reglum sem kynntar eru nemendum á hverju hausti.

 

Húsverðir
Skólahús/heimavistir:
Kristján Snæbjörnsson, GSM 891 7849, netfang: si.ragual@snajtsirk

Íþróttahús:
Magnús Már Þorvaldsson. Sími: 862 1398, netfang: si.tievsrajyegniht@nigualdnus
Húsverðir hafa eftirlit með húsnæði skólans og öðrum eignum hans í umboði skólameistara. Á skólatíma sér húsvörður heimavista um að reglum þar sé fylgt.

 

Húsbændur
Hlynur Snæbjörnsson GSM 861 7607, Ingólfur Víðir Ingólfsson GSM 862 9822, Jón Sverrir Sigtryggsson GSM 824 3496
Húsbændur hafa eftirlit með heimavistum og gæta þess að farið sé að reglum. Þeir eru nemendum innan handa með ýmislegt það sem upp kann að koma utan venjulegs skólatíma.

 

Félagsmálafulltrúi
Freydís Anna Arngrímsdóttir  si.ragual@sidyerf Félagsráðunautur er nemendum til ráðgjafar og aðstoðar um félagsstörf og annast fyrirgreiðslu af skólans hálfu.

 

Kennarar
Kennarar eru sérfræðingar, hver í sinni kennslugrein. Þeir sjá um daglega kennslu og skipuleggja hana í samráði við deildarstjóra. Þeir afhenda nemendum kennsluáætlun í byrjun hverrar annar.

 

Skólanefnd
Í skólanefnd sitja fimm manneskjur. Tvær eru skipaðar samkvæmt tilnefningu sveitarfélaga þeirra sem að skólanum standa og þrjár án tilnefningar af mennta- og menninarmálaráðherra. Nefndin er skipuð til fjögurra ára en kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru tveir, með málfrelsi og tillögurétt. Annar er tilnefndur af kennurum skólans en hinn af nemendum og eru þeir tilnefndir til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt, auk þess sem hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Hlutverk skólanefndar er m.a. að marka áherslur í starfi skólans.

 

Skólaráð
Skólaráð eða skólastjórn er skipuð skólameistara, tveimur fulltrúum kennara og tveimur fulltrúum nemenda. Auk þess situr áfangastjóri í skólaráði. Skólaráð á að vera skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar við stjórn skólans. Það er því vettvangur nemenda til að fylgjast með og hafa áhrif á ákvarðanir í málefnum skólans. Þannig er skólaráð tengiliður milli kennara, nemenda og yfirstjórnar skólans. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.

 

Nemendaráð
Nemendafélag skólans setur sér lög og kýs fulltrúa í nemendaráð. Auglýst er eftir framboðum og kjörstjórn annast kosningar. Nemendaráð hefur yfirumsjón með félagslífi og er ábyrgt fyrir þeim hluta nemendagjalda, sem til þess renna. Það ráðstafar fé til einstakra klúbba og starfsemi þeirrra. Gjaldkeri þess hefur bókhald með höndum og stendur skil á því til fjármálastjóra og skólastjórnar.

Deila