Vímuvarnir

Framhaldsskólinn að Laugum leitast við að halda uppi öflugum forvörnum gegn notkun fíkniefna, löglegra jafnt sem ólöglegra. Þetta er meðal annars gert með því að upprfæða nemendur um afleiðingar notkunar þessara efna og eru fengnir gestafyrirlesarar til að fjalla um þessi málefni. Þá er líka sérstakur áfangi sem fjallar um vímuefni og skaðsemi þeirra kenndur við skólann. Skólinn vinnur í góðu samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar á Húsavík og Akureyri.

Skólinn býður einnig uppá öflugt og fjölbreytilegt íþróttastarf sem og öflugt leiklistarstarf sem stóran lið í sínu forvarnarstarfi þannig að nemendur hafi aðstöðu og aðbúnað til að stunda holla hreyfingu og hafi þannig eftirsóknarvert val til að sækjast eftir, annað en neyslu vímuefna.

Skólareglur segja til um að öll neysla vímuvaldandi efna er bönnuð á lóð skólans, í húsum hans og í ferðalögum á hans vegum og er þeim reglum sé fylgt vel eftir.

Deila