Viðbrögð við einelti

Viðbrögð við ofbeldi, einelti og áreitni 

 Áætlun um viðbrögð við ofbeldi, einelti og áreitni 

 Í Framhaldsskólanum á Laugum er einelti, ofbeldi, kynferðisleg eða kynbundin áreitni ekki liðin. Birtingamyndir ofbeldis og eineltis geta verið margs konar t.d. neikvætt og illgirnislegt atferli sem felur í sér endurtekið áreiti og/eða ofbeldi, líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt. 

 Ofbeldi getur birst á mismunandi hátt. Andlegt einelti felst m.a. í stríðni, útilokun, hótunum eða höfnun. Líkamlegt einelti getur verið barsmíðar, spörk, hrindingar eða meiðingar af öðru tagi. Kynferðislegt ofbeldi getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn athugasemd eða spurningar um kynferðisleg málefni. 

 Dæmi: 

 1. niðurlæging eða auðmýking t.d. vegna aldurs, kynferðis, kynhneigðar eða þjóðernis 
 1. niðurlægjandi eða lítilsvirðandi texti eða myndir sendar rafrænt t.d. gegnum samskiptaforrit eða með öðrum skriflegum sendingum 
 1. fjandskapur eða þögn þegar spurt er eða fitjað upp á samtali 
 1. óþægileg stríðni eða tilraun til fyndni á kostnað annarra 
 1. rógi eða meiðandi sögusögnum er komið af stað 
 1. útilokun frá félagslegum samskiptum 
 1. særandi athugasemdir 

 Athugið að ekki er um tæmandi yfirlit að ræða. 
 

Að þekkja einkenni 

Sá sem verður fyrir ofbeldi eða áreitni segir oft ekki frá því heldur skammast sín og kennir sjálfum sér jafnvel um. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki möguleg einkenni afleiðinga: 

 

Einstaklingur 

 • lýsir andúð á skólanum 
 • hættir að sinna námi eða vinnu, einkunnir lækka 
 • hættir að koma í matsal og/eða íþróttahús 
 • er oft skráður veikur 
 • vill ekki taka þátt í félagsstörfum og einangrast félagslega 
 • er mikið einn inni í herbergi 
 • missir sjálfstraustið 
 • virðist óhamingjusamur, niðurdreginn, þunglyndur eða í andlegu ójafnvægi 
 • hefur slæma matarlyst, höfuðverk eða magapínu 
 • þjáist af svefntruflunum 
 • hefur þreytutilfinningu eða sýnir sljóleiki 
 • neitar að segja frá hvað amar að 
 • sýnir miklar skapsveiflur, verður árásargjarn og erfiður viðureignar 

Verði starfsfólk, foreldrar eða nemendur vör við einhver þessara einkenna eða önnur sem benda til að nemanda eða starfsfólki líði illa er mikilvægt að kanna málið og hafa samband við stjórnendur eða náms- og starfsráðgjafa. 

 

Aðgerðaáætlun 

Framhaldsskólinn á Laugum leggur áherslu á heilsueflandi umhverfi og lífsstíl. Öllum á að geta liðið vel í skólanum og njóta virðingar sem einstaklingar. 

 • Brýnt er fyrir nemendum skólans að þegar ágreiningur kemur upp þeirra á milli sé rétt að ræða málin og reyna að komast að málamiðlun og fá aðstoð til þess frá öðrum ef á þarf að halda. Þetta er rætt við nemendur t.d. af leiðsögukennurum. 
 • Nemendur sem og aðrir eru hvattir til að láta stjórnendur eða náms- og starfsráðgjafa vita ef þeir eða aðrir verða fyrir einelti eða ofbeldi. Hægt er að koma ábendingum á framfæri með því að hitta ofangreinda aðila á skólatíma, hafa samband símleiðis eða senda tölvupóst (náms- og starfsráðgjafa, skólameistara, áfangastjóra eða leiðsögukennara). 
 • Nemendur eru hvattir til að taka afstöðu gegn ofbeldi, einelti og nemendur fræddir um þá afstöðu skólans að ofbeldi, einelti og áreitni líðst ekki. Verði nemendur uppvísir að slíku geti viðurlögum verðið beitt ef þurfa þykir. 
 • Kanna skal líðan nemenda reglulega. Ef upp kemur tilkynning um ofbeldi, einelti eða áreitni er það í höndum starfshópsins að vinna að lausn málsins. Þrír starfsmenn skólans eiga sæti í hópnum: Náms- og starfsráðgjafi, áfangastjóri og félagsmálafulltrúi. 
 • Áætlun um viðbrögð við ofbeldi og einelti er sýnileg á heimasíðu skólans. 

 

Viðbragðsáætlun 

Vinnuferli ef tilkynningar berast um grun um einelti eða áreiti: 

 1. Haldin er ferilskrá um málið. 
 1. Málið er kannað m.a. með viðtölum við þá aðila sem eiga hlut að máli. 
 1. Náms- og starfsráðgjafi kallar saman starfshóp um einelti. 
 1. Haft er samband við forráðamenn ólögráða nemenda (gerenda / þolenda) ef þurfa þykir. 
 1. Starfshópur gerir tillögur að lausn málsins og getur annað starfsfólk, foreldrar og nemendur aðstoðað við lausn mála. Einnig getur verið þörf á utanaðkomandi aðstoð. Leggi starfshópur til að viðurlögum verði beitt, kemur það þeim áleiðis til skólameistara. 
 1. Kannað verður eftir ákveðinn tíma hvort málið er leyst og eineltinu hefur linnt.  Ef svo er ekki getur þurft að leita aðstoðar aðila utan skólans við lausn málsins. 

 

Laugum, haust 2020.

Deila