Rýmingaráætlun

Samkvæmt 3. grein í reglum heimavistar og skóla er öllum íbúum heimavistar er skylt að taka þátt í brunaæfingu einu sinni á skólaári, undir leiðsögn slökkviliðsstjóra.

Unnið er eftir rýmingaráætlun sem unnin hefur verið í samstarfi við Slökkvilið Þingeyjarsveitar og Mývatnssveitar.


Framhaldsskólinn á Laugum – Rýmingaráætlun

Viðbrögð við eldsvoða.
Farið varlega í að opna hurðir – þreifið fyrst, ef hún er heit – ekki opna ! Ef hún er ekki heit – opnið varlega. Ef hurð er heit og þið opnið ekki, gangið út að glugga og gerið vart við ykkur.

Hringja strax í 112 – slökkviliðið.
Stjórntafla fyrir eldvarnarkerfi er staðsett í forstofu Gamla skóla. Viðvörunarkerfi lætur vita hvar eldurinn er.

Varið aðra við sem gætu verið í hættu.

Slökkvið eldinn ef mögulegt er!
Ekki fara í hetjuleik, forðið ykkur út ef þið ráðið ekki við eldinn með einu slökkvitæki eða mjög fljótlega með brunaslöngu. Reykur frá eldi er yfirleitt mjög hættulegur.

Lokið hurðum til að hindra reykútbreiðslu.
Ekki opna glugga! Súrefnið nærir eldinn.

Rýming
Þegar komið er fram á gang á heimavistum skal hafa hugfast að ef reykur er á ganginum þá skríðið undir reyknum. ATH. REYKUR ER EITRAÐUR !


Rýmingaráætlun Framhaldsskólans á Laugum – verklag

Rýmingaráætlun er í tveim hlutum. Rýming á dagvinnutíma þegar starfssemi er í fullum gangi og síðan að kvöldi eða nóttu þegar húsbóndi er eini starfsmaðurinn á svæðinu.

Rýming að degi til.

Þegar eldvarnarkerfi fer í gang að degi til skal bregðast við því með eftirfarandi hætti:

1. Kennarar fara með þá nemendur sem þeir eru að kenna, beint í íþróttahús.
2. Kokkur ásamt einum starfsmanni í eldhúsi sjá um rýmingu Tröllasteins.
3. Áfangastjóri og starfsmaður þvottahúsi sjá um rýmingu Fjalls.
4. Námsráðgjafi sjá um rýmingu Dvergasteins auk þess að sjá um rýmingu félagsaðstöðu nemenda.
5. Bókavörður sér um rýmingu efstu hæðar Gamla Skóla.
6. Fjármálastjóri sér um rýmingu annarrar hæðar Gamla Skóla.

7. Ritari sér um rýmingu á Álfasteini.

Húsvörður íþróttahúsi tekur á móti hópnum og vísar inn í íþróttasal. Nemendur fara í hópa með sínum kennara. Kennarar og annað starfsfólk/íbúar fara í sérstakan hóp.

Umsjónarkennarar gera talningu á sínum nemendum. Vanti kennara leysir skólameistari úr því.

Skólameistara skal strax tilkynnt um talningu nemenda og annarra starfsmanna og þá hvort einhvern vanti eður ei. Skólameistari tilkynnir svo slökkviliðsstjóra niðurstöðu talningar.

Rýming utan skólatíma.

Þegar eldvarnarkerfi fer í gang utan skólatíma skal bregðast við því með eftirfarandi hætti.

1. Húsbóndi fær tilkynningu frá Securitas eða verður sjálfur var við eld.
2. Húsbóndi staðfestir við Securitas hvort um eld er að ræða og Securitas sér þá um boðun á viðeigandi starfsmönnum og tilkynnir 112.
3. Húsbóndi fer þegar að því húsi sem boð koma frá og aðstoðar íbúa hússins að komast út og skulu íbúar/nemendur þegar fara í íþróttahús.
4. Starfsmenn gefa sig fram við húsvörð Íþróttahúss. Húsvörður íþrótthúss sendir sex starfsmenn til að rýma þau hús þar sem ekki er eldur. Allir mæta strax í íþróttahús.

Húsvörður íþróttahúsi tekur á móti hópnum og vísar inn í íþróttasal. Nemendur fara í hópa með sínum kennara. Kennarar og annað starfsfólk/íbúar fara í sérstakan hóp.

Kennarar gera talningu á sínum nemendum. Vanti kennara leysir skólameistari úr því.

Skólameistara skal strax tilkynnt um talningu nemenda og annarra starfsmanna og þá hvort einhvern vanti eður ei. Skólameistari tilkynnir svo slökkviliðsstjóra niðurstöðu talningar.

Deila