Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Framhaldsskólans á Laugum 2017-2019

Jafnréttisáætlun Framhaldsskólans á Laugum byggist á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Í 28. grein laganna segir að kynjum skuli ekki mismunað í skólum og öðrum uppeldisstofnunum og þess gætt í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur. Í 23. grein er kveðið á um fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum. Í lögunum er ennfremur kveðið á um að í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skuli piltar og stúlkur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf. Í áætlun þessari eru tilgreind markmið, aðgerðir, ábyrgðaraðilar og tímarammi.

Jafnréttisáætlun Framhaldsskólans á Laugum er ætlað að stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan skólans. Framhaldsskólinn á Laugum telur mikilvægt að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla. Jafnréttismál og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna verði einnig virkur þáttur í starfsemi skólans.

Aðaláherslan í þessari jafnréttisáætlun er á jafnrétti karla og kvenna þó það sé einnig stefna skólans að unnið sé gegn hvers konar mismunun, svo sem á grundvelli aldurs, fötlunar, litarháttar, menningar eða stöðu að öðru leyti. Markmiðið er að skapa fordómalaust skólaumhverfi.

Launajafnrétti
Launaákvarðanir byggjast á kjarasamningum og í því samhengi skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og hvers konar frekari þóknun, beina og óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða öðrum hætti. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár, sbr. 19.gr. laga nr. 10/2008.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Laun innan stofnunarinnar greind eftir kyni. Ef í ljós kemur munur á heildarlaunum karla og kvenna skal gaumgæfa hvaða ástæður liggja þar að baki og hvort þær séu málefnalegar.

Leiðrétta ótúskýrðan launamun kynjanna.

Samstarfsnefnd.

Skólameistari.

Haustönn ár hvert.

Alltaf þegar að launamunur kemur í ljós.

Stöðuveitingar og störf
Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Hlutfalli kynjanna í hinum ýmsu störfum innan skólans skal vera sem jafnast. Þess verði gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis við úthlutun verkefna, tilfærslu í störfum, tækifæra til að axla ábyrgð og framgang í störfum.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Laus störf standi bæði konum og körlum til boða.

Jafna kynjahlutfallið í starfsmanna-hópnum.

Í starfsauglýsingum skulu störf ókyngreind og þess gætt að hafa bæði kynin í huga við gerð auglýsinga.

Halda skal saman yfirliti um auglýst störf, umsækjendur og ráðningar og þær upplýsingar greindar eftir kyni.

Litið skal til kynjahlutfalla þegar skipað er í nefndir og ráð innan skólans.

Sæki að öðru leiti tveir jafnhæfir einstaklingar um starf við skólann skal velja einstakling af því kyni sem hallar á.

Skólameistari

Skólameistari.

Skólameistari.

Skólameistari.

Alltaf þegar stöður eru auglýstar.

Alltaf þegar stöður eru auglýstar.

Alltaf þegar skipað er í nefndir og ráð.

Alltaf þegar ráðið er í störf.

Símenntun og endurmenntun
Þess skal gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis þegar kemur að möguleikum starfsfólksins til að sækja sér símenntun og endurmenntun.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Konur og karlar sem vinna sambærileg störf skulu hafa jafnan aðgang að starfsþjálfun og endurmenntun. Halda skal saman yfirliti um beiðnir um starfsþjálfun og endurmenntun og þær upplýsingar greindar eftir kyni. Skólameistari Í lok hvers skólaárs.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Konum og körlum skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu með sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu eftir því sem kostur er. Í þessu sambandi skal bæði tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa skólastarfsins. Vinnutíminn skal vera eins fyrirsjáanlegur og kostur er.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Vinnutíminn sé fyrirsjáanlegur.

Yfirvinnu sé stillt í hóf.

Fundarhöld séu á dagvinnutíma.

Réttur til fæðingarorlofs og leyfi vegna veikinda barna séu nýtt jafnt af konum sem körlum.

Stundaskrá, vaktatöflur og aðrar vinnutöflur liggi fyrir með eins miklum fyrirvara og kostur er.

Ekki sé þrýst á starfsfólk að taka að sér yfirvinnu. Ef aukavinna skapast má bjóða starfsfólki að bæta henni á sig en því ber engin skylda til að samþykkja hana.

Fundir skulu skipulagðir á dagvinnutíma, nema aðstæður krefjist annars.

Kynna fyrir starfsfólki og sérstaklega verðandi foreldrum, réttindi og skyldur sem það hefur gagnvart vinnustaðnum.

Áfangastjóri og bryti.

Skólameistari, áfangastjóri og bryti.

Sá sem skipuleggur fundi hverju sinni.

Skólameistari.

Í upphafi hvers mánaðar.

Alltaf.

Alltaf.

Starfsmanna-fundur að hausti.

 

Kynbundin og kynferðisleg áreitni á vinnustaðnum
Allir eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og sæti ekki kynbundinni eða kynferðislegri áreitni, einelti né öðru ofbeldi. Kynferðisleg áreitni er ekki liðin í skólanum. Mikilvægt er að einstaklingar upplýsi um það verði þeir fyrir áreitni eða einelti og geti verið fullvissir um að slíkt er tekið alvarlega. Sá sem verður fyrir kynferðislegri áreitni eða annars konar ofbeldi getur leitað til samstarfsmanns, trúnaðarmanns, áfangastjóra eða skólameistara sem finna málinu farveg. Brugðist skal skjótt við og atvik metin í samráði við þá er málið varðar og utanaðkomandi ráðgjafa ef með þarf.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Fræðsla um einelti og kynferðislega áreitni fyrir starfsfólk.

Unnið að viðbragðsáætlun fyrir vinnustaðinn.

Skólameistari og náms- og starfsráðgjafi.

Skólameistari og nefnd starfsmanna.

Í upphafi hvers skólaárs.

Fyrir lok árs 2019.

 

Menntun og skólastarf
Í skólastarfinu skal lögð áhersla á að efla sjálfstæði og sjálfsvirðingu beggja kynja. Áhersla er á að nemendur njóti alhliða menntunar og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska og áhuga hvers og eins. Lögð skal áhersla á eiginleika hvers einstaklings í hópnum fremur en kynjamun. Leitast verður við að kennslu- og námsgögn séu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu piltar og stúlkur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Allir nemendur njóti virðingar og sanngirni og verði ekki fyrir mismunun vegna kyns eða annars.

Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál.

Að kennslu- og námsgögn mismuni ekki kynjunum.

Að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu. Að strákar og stelpur fái fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.

Starfsfólk gæti þess í námi, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur að koma fram við þá af virðingu og sanngirni.

Auka meðvitund í kennarahópnum um staðalmyndir og ólíka stöðu stráka og stelpna í nemendahópnum.

Þar sem við á verði jafnréttissjónarmið og fléttuð inn í námsefni.

Kennarar skoði val sitt á námsefni út frá jafnréttissjónarmiðum. Vekja skal athygli á skrifum beggja kynja í tengslum við efnið. Athuga skal hvort umfjöllun á efninu ýti undir staðalmyndir.

Nemendur hljóti fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf og sé sérstaklega bent á að kynjaskipting starfa sem og á heimilum byggi á menningarbundnum hefðum.

Starfsfólk.

Náms- og starfsráðgjafi.

Kennarar.

Kennarar.

Náms- og starfsráðgjafi og lífsleiknikennari.

Alltaf.

Á starfsdögum í upphafi haustannar.

Alltaf.

Alltaf.

Alltaf.

 

Kynbundin og kynferðisleg áreitni í skólanum
Allir eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og sæti ekki kynbundinni eða kynferðislegri áreitni, einelti né öðru ofbeldi. Kynferðisleg áreitni er ekki liðin í skólanum. Mikilvægt er að einstaklingar upplýsi um það verði þeir fyrir áreitni eða einelti og geti verið fullvissir um að slíkt er tekið alvarlega. Sá sem verður fyrir kynferðislegri áreitni eða annars konar ofbeldi getur leitað til leiðsagnarkennara, náms- og starfsráðgjafa, áfangastjóra eða skólameistara sem finna málinu farveg. Brugðist skal skjótt við og atvik metin í samráði við þá er málið varðar og utanaðkomandi ráðgjafa ef með þarf.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum. Fræðsla um einelti og kynferðislega áreitni fyrir nemendur.

Unnið að viðbragðsáætlun fyrir vinnustaðinn.

Náms- og starfsráðgjafi og lífsleiknikennari.

Skólameistari og nefnd starfsmanna.

Í upphafi hvers skólaárs.

Fyrir lok árs 2019.

 

Eftirfylgni og endurskoðun
Mikilvægt er að verkefnum áætlunarinnar sé fylgt eftir. Fara skal yfir niðurstöður allra verkefnanna árlega með starfsfólki og nemendum, nemendum og skoða hvað vel hefur tekist og hvað má betur fara. Telji starfsmaður eða nemandi að reglur um jafnrétti séu brotnar innan skólans eða að farið sé á svig við jafréttisáætlun skólans, skal hann leita til leiðsagnarkennara, trúnaðarmanns, áfangaststjóra eða skólameistara. Jafnréttisáætlun ber að endurskoða á þriggja ára fresti.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Meðvitund sé um jafnréttisáætlun skólans meðal nemenda og starfsfólks.

Skilar jafnréttis-áætlunin að tilætluðum árangri.

Njóta nemendur sín í skólanum óháð kyni.

Áætlunin gerð opinber á vef skólans, kynnt á póstlistum starfsmanna og nemenda og í kynningarefni eftir því sem við á.

Viðhorfskönnun meðal starfsfólks með tilliti til jafnréttisáætlunarinnar.

Viðhorfskönnun meðal nemenda með tilliti til jafnréttisáætlunarinnar.

Skólameistari, kerfisstjóri og skólaritari.

Sjálfsmatsnefnd.

Sjálfsmatsnefnd.

Í upphafi árs 2017.

Á hverri vorönn.

Á hverri vorönn.

Að lokum þarf starfsfólk skólans að vera meðvitað í samskiptum við foreldra og gæta þess að útiloka ekki annað foreldrið á grundvelli kyns. Mikilvægt er að litið sé á mæður og feður sem jafngild í foreldrasamstarfinu.