Safnkennsla

Allir nýnemar fá stutta kynningu á bókasafninu en einnig er safnkennsla í boði fyrir alla nemendur skólans.

Safnkennsla felst í kynningu á skólasafninu og starfsemi þess, hvaða gögn eru á safninu og skipulagi safnkosts. Bókasafnskerfi safnsins er kynnt fyrir nemendum og þeir þjálfaðir í notkun þess, ennfremur að nemendur geri sér grein fyrir upplýsingagildi heimasíðu skólans. Kynntir eru innlendir og erlendir gagnagrunnar, leitarvefir og leitarvélar á netinu.

Kennarar hafa stundum óskað eftir safnkennslu fyrir sína hópa í upphafi verkefna- og ritgerðavinnu.
Nemendum eru þá kynntar helstu leiðir til heimildaöflunar í Leiti og öðrum gagnabönkum.

Leiðbeiningar um heimildaleit og skráningu:

Mjög góðar leiðbeiningar um heimildaleit er að finna á vef Bókasafns FVA (Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi).

Upplýsingar frá HÍ

Deila