Útlán

Útlán á safnkosti:

Flest gögn safnsins eru til útlána, en kennslubækur og orðabækur eru þó aðeins til notkunar á safninu sjálfu. Handbækur eru aðeins lánaðar innan skólans.

Öll útlán eru tölvuskráð. Lánþegaskírteini eru geymd á bókasafninu.

Lánþegi ber ábyrgð á því sem hann tekur að láni

Ef bókavörður er ekki við þegar taka á bók að láni er lánþegi beðinn um að skrá á útlánalista, sem liggur á afgreiðsluborði, nafn sitt, titil bókar og númerið á strikamiðanum sem er aftan á bókinni. Slík útlán verða færð inn í tölvukerfið síðar.

Útlánstími er 14 dagar.

Þegar bókum er skilað á að skilja þær eftir á afgreiðsluborði eða í skilabás. Lánþegar ganga ekki sjálfir frá bókunum.

Ef tiltekið rit eða efni er ekki að finna á safninu er lögð áhersla á að útvega það í millisafnaláni.

Deila