Þegar himininn blakknar mín hrapstjarna skín
þá fer hugurinn aftur að leita til þín.
Nú er fjarri og gleymd okkar stefnumótsstund
enginn staður á jörðu sem man okkar fund.
Manstu vetrarins spá, hvers þú spurðir mig þá
þegar spor lágu í snjónum við Reykjadalsá.
Nú er veturinn liðinn og löngun mig ber
heim að Laugum á slóðir sem gekk ég með þér.
Þá var skóli í Reykjadal rétt undir hlíð
þá var rökkur og skin þá var æskunnar tíð.
Þótt ég glopri því niður sem gleðin mér bar
aldrei gleymast mér sporin í hjarninu þar.
Þá var stjarna sem brann, þá var straumur sem rann
þá var styrjöld sem enginn í heiminum vann.
Þó að kulni mín glóð, enginn kveði mín ljóð
vil ég kveðja og tæma hinn glataða sjóð.
Höfundur:
Örn Snorrason samdi fyrra erindið, en vefstjóra ekki kunnugt um höfund þess seinna.
Allar ábendingar vel þegnar og sendist á si.ragual@ragual