Loftslagsstefna

Loftslagsstefna Framhaldsskólans á Laugum

Framhaldsskólinn á Laugum einsetur sér að þróa menningu sjálfbærrar þróunar. Skólinn stuðlar að því að nemendur þroski getu til að skilgreina hlutlægt hvað er nauðsynlegt, hvernig eigin gerðir hafa áhrif og verði virkir talsmenn sjálfbærrar þróunar.

Loftlagsstefna skólans er hluti af menntun til sjálfbærrar þróunar sem stuðlaðar að þekkingu, vitundar og aðgerða sem efla einstaklinga og umbreyta samfélaginu.

Menntun til sjálfbærrar þróunar er símenntunarferli og óaðskiljanlegur hluti af gæðamenntun sem eykur vitræna, félagslega og tilfinningalega og atferlisfræðilega vídd náms. Það er heildrænt og umbreytandi og nær yfir innihald náms, kennslufræði og umhverfið.

Markmið er að tryggja að einstaklingar geti skilið sjálfbærniáskoranir, skapa meðvitund um mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og vilja til breytinga.

Jafnvægi milli hagvaxtar og sjálfbærrar þróunar er þörf og menntun til sjálfbærrar þróunar ætti að hvetja nemendur og starfsmenn að tileinka sér önnur gildi en þau sem eru einkenni neyslusamfélaga. Samtímis sem gagnrýnin hugsun og sjálfbær gildi verða sífellt meira áríðandi, getur verkefni menntunar til sjálfbærrar þróunar skapað andstöðu vegna þess að ríkandi er sú blekking að tækni geti leyst meirihluta sjálfbærnivandamála.

Það er unga fólkið og næstu kynslóðir sem takast á við afleiðingar ósjálfbærrar þróunar. Það er nútíð þeirra og framtíð sem er í húfi. Sömuleiðis er það ungt fólk sem verður sífellt  virkara, krefst brýnna og afgerandi breytinga og dregur leiðtoga heimsins til ábyrgðar, einkum til að takast á við loftslagsvandann. Þetta unga fólk hefur iðulega skapandi og sniðugar lausnir á sjálfbærniáskorunum. Ungt fólk er mikilvægur neytendahópur og hvernig neyslumynstur þeirra þróast mun hafa mikil áhrif á sjálfbærniferil heimsins. Að efla og virkja ungt fólk er því miðlægur hluti af innleiðingu menntunar til sjálfbærrar þróunar.

Loftslagsbreytingar eru mikil ógn við mannkynið og hafa áhrif á hvar fólk getur lifað og ræktað matvæli. Loftslagsbreytingar tengjast ójöfnuði og siðferði. Þróunarlönd bera minnstu ábyrgð á loftslagsbreytingum en þar verða áhrifin einna mest. Konur verða oftar en ekki fyrir meiri áhrifum heldur en karlar. Á sama tíma eru konur einnig virkari og árangursríkari í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.

Víðtækar, hnattrænar afleiðingar loftslagsbreytinga gera það ljóst að menntun til sjálfbærrar þróunar verður að innihalda markmið sem tengjast loftslagsaðgerðum. Skólar eru í miðlægu hlutverki til að hjálpa nemendum að skilja orsakir loftslagsbreytinga svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir og gripið til viðeigandi aðgerða, og til að öðlast nauðsynleg viðhorf og færni að taka þátt í umskiptum yfir í sjálfbærari lífsstíl, græn hagkerfi og sjálfbær samfélög. Oft eru  það kennarar og skólastjórar sem leiða verkefni í heild sinni innan sinna skóla. Hins vegar ef aðgerðir eiga að verða árangursríkar er brýnt að allir í skólasamfélaginu eigi hlutdeild.

Framhaldsskólinn á Laugum leggur áherslu á að bæði daglegt líf innan skólans, og rekstur hans, verði með vistvænum hætti. Þáttur í þessu markmiði skólans er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en loftslagsbreytingar eru raunveruleg ógn sem mannkynið og komandi kynslóðir standa frammi fyrir. Framhaldsskólinn á Laugum telur mikilvægt að skólinn leggi sitt af mörkum til þess að sporna við þessari þróun og að markmiðum COP26 sé náð.

Framhaldsskólinn á Laugum fylgir Grænum skrefum í ríkisrekstri og vinnur þar með markvisst að því draga úr umhverfisáhrifum stofnunarinnar og taka framförum á þessu sviði. Stór þáttur í því er að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfi stofnunarinnar (sjá aðgerðaáætlun neðar á þessari síðu). Mælikvarðar eru teknir úr grænu bókhaldi skólans. Kolefnisjöfnun losunar sem eftir stendur verður eitt af markmiðum sem skólinn setur sér. Skólinn einsetur sér að reyna að takmarka vistspor stofnunarinnar eins mikið og unnt er miðað við þá starfsemi sem fram fer í skólanum.

Loftslagsstefna Framhaldsskólans á Laugum nær til innkaupa, orkunotkunar, úrgangs sem fellur til við skólastarfið, heimavistar nemenda, samgangna starfsfólks (ferðir í og úr vinnu meðtaldar) og nemenda skólans í ferðum tengdu skólastarfi. Hún nær til allrar starfsemi sem fer fram innan veggja skólans, bygginga og framkvæmda. Skólinn hvetur starfsfólk að nýta sér vistvæna og heilsusamlegan samgöngumáta. Samnýta ferðir starfsfólk eins mikið og hægt er (sjá samgöngusamning neðst á þessari síðu).

Loftslagsstefna skólans verður rýnd á hverju ári í þeim tilgangi að uppfæra markmið stefnunnar og tryggja að þau séu metnaðarfull og hægt sé að fylgja þeim eftir. Umhverfisfulltrúi skólans, í samstarfi við umhverfisnefnd, taka það verkefni að sér en í henni eru skólameistari, áfangastjóri, umhverfisfulltrúi, fjármálastjóri, fulltrúi kennara, fulltrúar nemenda, heimavistarstjóri, húsvörður og matreiðslumaður.

Árið 2022 byrjaði Framhaldsskólinn á Laugum að halda grænt bókhald. Öll stefnumótun, endurskoðun og eftirfylgni loftslagsstefnunnar verður gerð í samræmi við niðurstöður græna bókhaldsins í framtíðinni. Upplýsingum um árangur aðgerða verður miðlað á heimasíðu skólans þegar þær liggja fyrir.

Skólinn er hitaður upp með heitu vatni frá jarðvarmaveitu sem er í eigu skólans. Vatnið  kemur upp með miklum þrýstingi þannig að ekki þarf að dæla vatninu um byggingar skólans. Kalt vatn kemur frá lind við skólann. Engin þörf er á að dæla vatninu, það fer sjálfrennandi í hús skólans. Rafmagn er keypt af HS veitum í tengslum við rammasamning ríkisins. Allt skólp skólans fer í rotþró. Íþróttahús skólans er tengt við sér rotþró. Sorpmál skólans eru í samræmi við fyrirkomulag Þingeyjarsveitar. Úrgangur frá skólanum hefur minnkað á árinu 2021 um 25% frá árinu 2019 samkvæmt upplýsingum frá Terra umhverfisþjónustu (sjá hér).

Skólinn í tölum:

 • Lóð skólans  er 9,4 hektarar að stærð (94.000 m2).
 • Skólinn er með aðstöðu í 9 byggingum alls 8.000 m2.
 • Starfsmenn eru 35 og nemendur rúmlega 100.

Síðast uppfært 16. mars 2022.

Aðgerðaáætlun (endurskoðað árlega)

 

Áherslur

Markmið   Aðgerðir  Tími Ábyrgð 
Aukin umhverfis-áhersla skólans, Umhverfisfulltrúi Starf umhverfisfulltrúa stofnað. Feb. 2022 Skólameistari
Aukin umhverfis-áhersla skólans, Umhverfisnefnd Nefndin stofnuð. Vor 2022 Umhverfisfulltrúi

Skólameistari

Aukin umhverfis-áhersla skólans, Umhverfisráð nemenda Ráðið stofnað Haust 2022 Umhverfisfulltrúi
Trjáplöntun Fjölga trjám í umhverfi skólans Umhverfisdagur: Á hverju vori gróðursetja allir útskriftarnemendur á lóð skólans Hefst vorið 2022 Umhverfisnefnd
Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Losun skólans minnki um 5 % árlega. Innkaup skólans í grænu bókhaldi séu í sífelldri endurskoðun. Haust 2022 Fjármálastjóri

Umhverfisnefnd

Úrgangur/ sorp Kortleggja magn úrgangs. Draga úr magni úrgangs. Losunartölur á ársgrundvelli og magn í hverjum flokki.

Nánari og betri leiðbeiningar til nemenda og starfsmanna skólans.

Árið 2022 Húsvörður Umhverfisfulltrúi

Umhverfisnefnd

Rafmagn Draga úr rafmagnsnotkun Rafmagnsnotkun mæld. Hreyfiskynjarar settir á ljósrofa í göngum skólans.

Led perur notaðar við endurnýjun

2022

Hreyfiskynjarar settir upp í áföngum lokið 2025

Skólameistari

Húsvörður

Umhverfisnefnd

Kynning á vegan mat Boðið verði upp á vegan mataræði tvisvar í mánuði Fá matreiðslumann í samstarf um verkefnið Vor 2022 Matreiðslumaður Umhverfisnefnd
Minni matarsóun Minnka matarsóun Fræðsla til nemenda og starfsmanna um mikilvægi þess að sporna við matarsóun og nýta matinn betur. Skólaárið 2022-23 Matreiðslumaður

Umhverfisnefnd

 Kennsla Boðið upp á umhverfisfræði áfanga í vali Áhugasamir kennarar Haustið 2022 Skólameistari

Áfangastjóri

Kolefnisjöfnun Kolefnisjöfnun flugs sem farið er í á vegum skólans Fundinn verður traustur aðili á sviði kolefnisjafnana svo skólinn geti kolefnisjafnað alla losun sem eftir stendur. Skólaárið 2022-223 Stjórnendur

Umhverfisfulltrúi

Mynd af kolefnisspori FL

Samgöngusamningur Framhaldsskólans á Laugum

 • Hvetur starfsfólk að nýta sér vistvæna og heilsusamlegan samgöngumáta
 • Samnýta ferðir starfsfólk eins mikið og hægt er (innkaupaferðir, fundir og slíkt)

Valmöguleikar starfsfólks í samgöngusamningnum miðast því við búsetu. Um helmingur starfsmanna á heima á skólalóð eða mjög nálægt. Aðrir eiga heima í Húsavík, Reykjadal, Bárðardal, Aðaldal, Kinninni, og á Vopnafirði. Þeir sem búa utan skólasvæðisins þurfa því margir að ferðast með einkabíl til vinnu.

Starfsmaður velur hvaða valmöguleiki eða samsetning af valmöguleikum hentar:

 • Einkabíll vistvænn ____ sinni í viku
 • Samkeyrsla____ sinni í viku
 • Vinna að heiman_____ sinni í viku
 • Gista _____ sinni í viku
 • Ganga ___ 5sinnum í viku
 • Hjóla 1-2x ____ sinnum í viku
 • Annar vistvænn ferðamáti ___ sinni í viku

Samgöngusamningurinn miðar við að farið sé til vinnu með umhverfisvænni hætti að lágmarki

1 dag af 5.

Fyrir að gera samgöngusamning er stundatafla sett upp með tilliti til þess að þeir sem koma lengra að eru með samfellda stundskrá og eru jafnvel ekki alla daga vikunnar í vinnunni. Einnig er öllum starfsmönnum sem gera samning boðið að taka þátt í happdrætti þar sem dregið verður í strax eftir vetrafrí í febrúar. Í verðlaun er gjafabréf í leikhús fyrir tvo.

Samkomulagið er háð þeim skilyrðum sem koma fram hér að framan.

Samningur þessi gildir frá og með 1. Nóvember 2021 til 23. Febrúar 2022 og er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með þriggja mánaða fyrirvara

 

Bjarney Guðrún Jónsdóttir                                                                                                       

F.h. Stofnunar                                                                                                                 F.h. Starfsmanns