Hvernig á að tengja Moodle dagatal við O365?

Leiðbeiningar um hvernig á að tengja dagatalið í Moodle við O365 dagatalið sem birtist í Outlook og Teams.

Á forsíðu þarf að velja lengst til hægri Outlook Calendar sync settings

 

Haka þarf í “Enable Outlook Calendar Sync” og einnig “Sitewide Clandar” og “Personal (User) Calendar” 
Næst þarf að velja af fellilistanum Dagbók eða Calendar.   Hægt er að ráða hvort færslurnar fari bara frá Moodle yfir í O365 eða í báðar áttir. 

Einnig þarf að haka í þá áfanga sem birtast þarna og þið viljið að birtist í dagatalinu ykkar í Teams/Outlook

Það er nóg að velja From Moodle to Outlook. Athugið að það þarf að gera þetta í hvert sinn sem þið eruð sett í nýja áfanga

 

Ath. Ef þið sjáið hvergi á forsíðu moodle þessa valmöguleika: þá þurfið þið að fara í aðlaga síðuna og bæta við Microsoft Block

  1. Smellið á “Aðlaga þessa síðu” sem er ofarlega hægra megin á moodle.laugar.is

2. þá birtist “Add a block” valmöguleiki, ofast neðarlega til vinstri. Smellið á “Add…”

3. Veljið “Microsoft!

Þá á að birtast hjá ykkur á síðunni Microsoft valmöguleikarnir þar sem þið getið smellt á “Outlook calendar sync settings” og kveikt á að dagatöl áfanga í moodle og teams tali saman.

Endið svo á að smella á “Hætta að sérsníða þessa síðu”.

 

 

Deila