Skráning í fæði

Mötuneyti

1. Allir nemendur á heimavist eru í 5 eða 7 daga fæði.

2. Þeir nemendur sem eru skráðir í 5 daga fæði geta skráð sig í helgarfæði þær helgar sem þeir vilja en þurfa þá að skrá sig í mötuneyti skólans í síðasta lagi í hádegi á föstudögum.

     Um helgar er borðsalurinn aðeins fyrir þá nemendur sem skráðir eru í helgarfæði.

3. Ekki þarf að staðgreiða helgina, heldur verður innheimt fyrir helgarfæði eftir hvern mánuð. Sjá gjaldskrá mötuneytis

4. Starfsfólk og nemendur utan heimavistar geta skráð sig í fast fæði einn mánuð í senn í upphafi mánaðar í mötuneytinu hjá Kristjáni kokki.

5. Nemendur sem eru fjarverandi frá skóla í 5 daga eða meira geta fengið endurgreitt mötuneytisgjald ef þeir tilkynna fjarveru sína fyrirfram til ritara.

6. Kvöldkaffi er aðeins fyrir þá sem eru skráðir í mötuneytið hverju sinni.

Kristján Guðmundsson kokkur og Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari.

Deila