Merki skólans

Merki skólans

Þórhallur Kristjánsson, grafískur hönnuður hjá Effekt auglýsingastofu, hannaði nýtt merki fyrir Framhaldsskólann á Laugum sem var tekið í notkun vorið 2011.

Merkið á að skila svipaðri hugmyndafræði og gamla merkið, en er einfaldara og meira í takt við það sem gerist í merkjaheiminum í dag. Merkið sýnir burstirnar, tjörnina, fuglana, Reykjadalsána, mismunandi leiðir í náminu, nemendur sem koma frá ýmsum stöðum, græna lit gróðursins, bláan lit árinnar, himinsins, hreinleika og margt fleira.


Sækja merkið:

Vector: Laugaskoli-merki-illustrator

PDF: laugar_merki

JPG myndaform:

laugar_merki_high

 

 

Deila