Skólahald á Covid tímum

Nú höfum við reynt eftir bestu getu að halda eðlilegu skólahaldi gangandi. Við höfum auðvitað þurft að fylgja sóttvarnarreglum eins og allir aðrir skólar á landinu. Við þreytumst ekki á því að hreykja okkur af nemendahópnum okkar hvenær sem við getum. Þau hafa þurft að breyta sínu daglega lífi og fylgja reglum sem breytast hratt og eru nokkuð ófyrirsjáanlegar. Það er eitthvað sem fullorðnu fólki þykir erfitt að fara eftir, hvað þá tæplega 100 ungmenni í blóma lífsins, saman komin á heimavist.

Það sem við höfum meðal annars gert til að fylgja sóttvarnarreglum skiptum við nemendahópnum upp í fjóra hópa. Kennsla fer að miklu leyti fram í hóptímum, og nota kennarar ýmsar aðferðir við að kenna fagtíma. Þegar nemendahóparnir eiga erindi inn í Gamla skóla nota þeir hvor sinn innganginn og þurfa nemendur alltaf að vera í sínum hópi. Einnig þurfa nemendur að setja upp grímu ef þau fara inn fyrir metrann.

Þessar hertu reglur hafa líka áhrif á íþróttastarf innan skólans, en íþróttirnar eru skipulagðar af Hnikarri íþróttakennara. Til dæmis er líkamsræktin einungis opin í íþróttatímum hjá Hnikarri, og því geta nemendur ekki mætt í ræktina utan íþróttatíma. Matartímar eru einnig með óhefðbundnu sniði, en nú er hver matartími fjórskiptur og borða því nemendur alltaf mat í sínum hópi, bannað er að færa borð eða stóla til í matsalnum og þurfa nemendur að halda metrabili.

Þetta hefur eðli málsins samkvæmt líka áhrif á skipulagt félagslíf innan skólans og höfum við t.d þurft að fresta Laugadraumnum sem var kominn af stað, þangað til betur stendur á.
Einnig gilda þær reglur að nemendur sem fara á höfuðborgarsvæðið, á meðan ástandið er eins og það er, ekki komið aftur í Laugar fyrr en ástandið batnar. Þá fara þeir nemendur í nám utan skóla, þangað til við getum tekið við þeim aftur. Þess vegna hvetjum við nemendur eindregið til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Eins og alltaf átti vetrarfríið að hefjast í næstu viku en okkur þótti ekki skynsamlegt að nemendur og starfsfólk í frí í miðjum Covid-faraldri.

Nú höldum við bara áfram veginn og eigum vetrarfríið inni þegar við sjáum betur hvernig ástandið er í samfélaginu.