Kórónaveiran

Nú hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum kórónaveiru, COVID-19, eins og fram kemur á vef Landlæknis. Þar kemur einnig fram að þetta neyðarstig hafi ekki teljandi áhrif á almenning og auk þess hefur ekki verið lagt á samkomubann.

Þar sem við erum heimavistarskóli og nemendur koma allstaðar að þá fylgjumst við vel með þróun mála. Það bendir ekkert til þess að veiran sé líklegri til að finnast í Laugaskóla heldur en annars staðar á landinu, en við munum greina frá því strax ásamt leiðbeiningum frá Almannavörnum og sóttvarnarlækni hvað skuli gera, ef hún greinist hér. Eins og annarsstaðar er líklegt að á næstu dögum/vikum muni einstaka nemendur/starfsmenn fara í sóttkví á meðan verið er að ganga úr skugga um hvort flenskueinkenni/veikindi séu COVID-19 eða eitthvað annað.

Við viljum enn og aftur minna á mikilvægi handþvottar og sprittunar. Við viljum hvetja nemendur og starfsfólk til þess að þvo sér vandlega um hendur með sápu áður en gengið er í matsalinn, og spritta hendur áður en þið fáið ykkur mat, glös og hnífapör, og strax þegar þið eruð búin að borða. Á vefsíðu Landlæknis má finna spurningar og svör við Kórónaveiruna.

Við reynum að láta faraldurinn trufla skólastarfið sem minnst en höfuð þó vaðið ávallt fyrir neðan okkur og tökum enga áhættu.