Lokametrar annarinnar.

Nú á lokametrum annarinnar er mikið að gera hjá nemendum FL og allir að reyna ná sem bestum lokaeinkunnum í áföngunum sínum. Þó verkefnaskil hafi staðið jafnt og þétt yfir önnina eru að sjálfsögðu einhver verkefni sem eftir standa sem og einhver verkefni sem nemendur hafa fengið að fresta.

Nú eftir áramót munum við kveðja einhverja nemendur skólans sem eru ýmist að klára, hætta eða eru að taka seinustu önnina utanskóla.

Þökkum við öllum þeim nemendum fyrir samstarfið yfir veturinn og bjóðum gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

GI

Nemendum Framhaldsskólans á Húsavík boðið í heimsókn.

Í gær, miðvikudaginn 29. nóvember, fengum við nemendur frá Framhaldsskólanum á Húsavík í heimsókn til okkar. Byrjað var á því að keppa í capture the flag, sem endaði með jafntefli. Eftir keppnina fóru allir og fengu sér vöfflur í boði skólans. Svo var spurningakeppni í Þróttó þar sem að Húsvíkingar fóru með sigur af hólmi. Í lokin fóru flestir í feluleik í gamla skóla og síðan kvöddu Húsvíkingar. Við þökkum Húsvíkingum kærlega fyrir komuna. 

(DR)

Myndir tók Birkir Þór Björnsson

Í dag 16.nóvember, heimsótti fulltrúi okkur frá Bjargráði.

Í dag fengum við góða heimsókn í skólann. Það var hann Stefán Júlíus Aðalsteinsson fra Bjargráði sem hélt stuttan fyrirlestur um skyndihjálp. Bjargráður er félag læknanema í endurlífgun sem stofnað var árið 2013. Markmið félagsins er að heimsækja framhaldsskóla um allt land og kynna bæði endurlífgun og hvernig skuli ná aðskoðahlut úr hálsi. Þessi kynning var vel heppnuð og hafði hann orð a því að nemendur okkar hefðu góðan grunn í þessum fræðum og kynnu allflest aðalatriðin. Það er þó alveg nauðsynlegt að rifja þessi fræði upp reglulega svo hægt sé að bregðast rétt við lendi menn í svona aðstæðum. (ÁG)

Við þökkum Stefáni kærlega fyrir komuna í Framhaldsskólann á Laugum!

Myndir frá árshátíð

Stjórn Nemandafélags FL efri röð : Guðrún,Júlíus,Broddi, Hafsteinn Neðri röð Guðrún, Eyþór formaður, Hrafnhildur.

Hlaðborðið

Gestir takast á við valkvíða veislufanga.

Veislustjórinn, enginn annar en drengurinn sem ólst upp í Reykjadal Vilhelm Anton Jónson

Gestir

Óliver ásamt Samúel, Guðmundi og Stefáni sem útskrifuðust síðasta vor.

Gunnhildur Skólameistarafrú og Sigurbjörn

Myndir tók Halldóra Kristín Bjarnadóttir.

Glæsileg Árshátið

Nemendafélag Framhaldskólans á Laugum stóð fyrir glæsilegri árshátið að Ýdölum laugardagskvöldið 11. nóvember sl. Veislustjóri var Vilhelm Anton Jónson sem ólst upp í Reykjadal.

Hallur orti;
Hlátrarsköll og skemmtan góð,
skraut vart betra gerist,
bragðlaukanna besta sjóð,
borðhald um hér snérist.

Árshátíðarundirbúningur kominn á fullt skrið

Árshátíð Framhaldskólans á Laugum verður haldin að Ýdölum 11.nóvermber. Hlaðborð veitinga árshátíðar FL hefur verið rómað af þeim sem árshátíðina hafa sótt. Að baki þessa glæsilega hlaðborðs stendur Kristján Guðmundsson matreiðslumeistari Framhaldsskólans á Laugum og hans frábæra starfsfólk.

Sigrún Hringsdóttir tekst á við eftiréttagerðarvél

Kristján vinnur að enn einum eftirréttinum

Sigga og Rúna eftirréttameistarar

Dagur gegn einelti

Í lok dags hittust nemendur og starfsmenn í Þróttó vegna dags gegn eineltis.  Ásta námsráðgjafi og Olga enskukennari höfðu veg og vanda af fundinum.

Ásta fór yfir einkenni og afleiðingar eineltis,  einnig kynnti hún viðbragðsáætlun skólans við einelti. Nemendur Olgu kynntu verkefni sem þau höfðu unnið um neteinelti.

Bríet, Kristjana og Harpa tala um einelti á “Snapchat”.

Júlíus, Heiðar og Eyþór Alexander tala um einelti á “Facebook”.

Vetrarfríi Framhaldsskólans á Laugum lokið

Dagana 21-29. október, í vetrarfri Framhaldskólans á Laugum fóru nemendur flestir til síns heima en starfsfólk brá sér til Alicante á Spáni. Þar fræddust þeir um notkun snjalltækja í kennslu, núvitund, slökunaraðferðir og fleira.

Tími gafst til skoðunarferða og skemmtana, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Skoðunarferð hjá kastala

Hópefli í litabolta

Slökunarnámskeið á ströndinni