Störf í boði

11.5.2017

Náms- og starfsráðgjafi

Afleysing vegna leyfis í eitt ár

Framhaldsskólinn á Laugum auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa við skólann. Um er að ræða 50% starf í eitt ár vegna leyfis. Möguleiki er að auka starfshlutfallið með því að taka að sér önnur verkefni s.s. aðstoð við félagsstörf nemenda.

Í starfinu felst m.a. að vera nemendum, forráðamönnum og kennurum til ráðgjafar og aðstoðar við lausn viðfangsefna sem tengjast námi, störfum og félagslegum þáttum skólavistarinnar; stuðningur við nemendur með persónulega eða námslega erfiðleika; samstarf við greiningaraðila, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lækna; að kynna skólann fyrir grunnskólanemum og samstarf og samskipti við grunnskóla; að vera tengiliður skólans í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskólar; og brotthvarfsskimun sem og aðrar ýmis konar skimanir, námskeið og kynningar.

Krafa er gerð um sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileika, frumkvæði, þjónustulipurð, hæfni í samskiptum og tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni, þróunarvinnu og framsækni í skólastarfi á skemmtilegum vinnustað. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2017. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir sem greina frá menntun og starfsreynslu skulu sendar fyrir 1. júní 2017 til skólameistara Framhaldsskólans á Laugum sem veitir allar frekari upplýsingar í síma 464-6301. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á sarngrim@laugar.is. Ekki þarf að sækja um á sérstöku eyðublaði. Umsókn þarf að fylgja sakavottorð í samræmi við 4. mgr. 8. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum
650 Laugar


11.5.2017

Íþróttakennari

Afleysing vegna leyfis í eitt ár

 Framhaldsskólinn á Laugum auglýsir eftir íþróttakennara við skólann. Um er að ræða 100% starf í eitt ár vegna leyfis. Í starfinu felst m.a. hefðbundin íþróttakennsla, kennsla íþróttafræði og íþróttagreina á íþróttabraut, umsjón með starfsnámi nema á íþróttabraut sem og afreksíþróttum og umsjón með félagsstörfum í íþróttum. Í núverandi námsskipulagi skólans fer hluti vinnunnar fram á milli kl. 16 og 18 mánudaga til fimmtudaga.

Krafa er gerð um sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileika, frumkvæði, þjónustulipurð, hæfni í samskiptum og tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni, þróunarvinnu og framsækni í skólastarfi á skemmtilegum vinnustað. Umsækjendur þurfa að hafa kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2017. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir sem greina frá menntun og starfsreynslu skulu sendar fyrir 1. júní 2017 til skólameistara Framhaldsskólans á Laugum sem veitir allar frekari upplýsingar í síma 464-6301. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á sarngrim@laugar.is. Ekki þarf að sækja um á sérstöku eyðublaði. Umsókn þarf að fylgja sakavottorð í samræmi við 4. mgr. 8. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum
650 Laugar


11.5.2017

Verkefnastjóri framhaldsskóladeildar

Framhaldsskólans á Laugum á Þórshöfn

Framhaldsskólinn á Laugum auglýsir eftir verkefnastjóra við framhaldsskóladeild (útibú) skólans á Þórshöfn. Um er að ræða 100% starf. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón og stýring framhaldsskóladeildarinnar, aðstoð við nemendur í öllum kennslugreinum í vinnustofum á Þórshöfn, markaðssetning deildarinnar, vikuferðir í Laugar einu sinni í mánuði á skólatíma, þátttaka í starfsdögum á Laugum, samskipti við fagkennara og skólameistara og samskipti við foreldra nemenda deildarinnar.

Krafa er gerð um sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileika, frumkvæði, þjónustulipurð, hæfni í samskiptum og tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni, þróunarvinnu og framsækni í skólastarfi á skemmtilegum vinnustað. Æskilegt er að umsækjendur hafi kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2017. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir sem greina frá menntun og starfsreynslu skulu sendar fyrir 1. júní 2017 til skólameistara Framhaldsskólans á Laugum sem veitir allar frekari upplýsingar í síma 464-6301. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á sarngrim@laugar.is. Ekki þarf að sækja um á sérstöku eyðublaði. Umsókn þarf að fylgja sakavottorð í samræmi við 4. mgr. 8. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum
650 Laugar