Námið

Með sveigjanlegu námsumhverfi er átt við að nemendur stundi nám sitt í opnu vinnurými undir verkstjórn kennara, auk þess sem kennarar eru með kennslustundir með sínum hóp. Þetta kallar á aðrar og fjölbreyttari námsaðferðir. Engar eyður eru í stundaskrá nemenda og það gefur nemandanum færi á að nýta tíma sinn betur, bæði til náms og tómstunda.

Með persónubundinni námsáætlun er átt við að nemandinn fái persónulega leiðsögn gegnum framhaldsskólann og honum sé gert kleyft að ráða nokkru um námshraða sinn.

Með sveigjanlegu námsumhverfi og persónubundinni námsáætlun opnast möguleiki til að sinna öllum nemendum sem einstaklingum, bæði þeim sem standa höllum fæti í námi og ekki síður þeim sem búa yfir mestri námslegri færni. Nemendur geta tekið ákveðna námsáfanga eða námsbrautir á þeim hraða sem þeir ráða við og í boði eru hverju sinni. Kjósi nemandi að hraða námi sínu kallar það á meira vinnuframlag utan hefðbundins skóladags

Í opnu vinnurými er hópur nemenda undir leiðsögn tveggja til þriggja kennara.
Nemendur skipuleggja sjálfir, með aðstoð kennara, hvaða verkum þeir vinna að í vinnustofum og geta þannig varið meiri tíma í þær námsgreinar sem þeir vilja leggja áherslu á hverju sinni. Þetta kallar á aukið sjálfstæði og aukna ábyrgð nemenda á námi sínu, þar sem hver og einn fær persónulega leiðsögn og aðstoð við að meta styrkleika sína og veikleika. Með þessu móti geta nemendur í meira mæli notað þær vinnuaðferðir sem henta þeim best.

Hefðbundinn skóladagur hefst klukkan 09:10 og líkur eigi síðar en 15:30. Að honum loknum gefst nemendum kostur á að sinna félags- og tómstundastörfum. Gert er ráð fyrir því að nemendur ljúki alla jafna vinnu sinni innan hefðbundins skóladags.

Þeir sem vilja kynna sér málið enn frekar er bent á að hafa námsráðgjafa skólans.