Skólinn

Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli út í sveit. Mjög góð aðstaða er til náms, félagslífs og íþróttaiðkunar við skólann og heimavistaraðstaða er með því besta sem gerist á landinu. Kennt er á fjórum námsbrautum, almennri námsbraut, félagsfræði-, náttúrufræði- og íþróttabraut til stúdentsprófs. Um 100 nemendur stunda nám við skólann og koma þeir alls staðar að af landinu.

Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og umhyggju gagnvart nemendum, en jafnframt eru gerðar til þeirra kröfur í námi og samskiptum. Þeir nemendur sem sækja heimavistarskóla búa að því alla ævi, bæði hvað varðar vini sem þeir eignast á námsárunum og hæfni til félagslegra samskipta, því í heimaviststarskóla læra menn ekki aðeins á bókina, dvölin þar er jafnframt góður skóli í mannlegum samkiptum. Auk þess er lögð mikil áhersla á fjölbreytt íþróttastarf, svo segja má að hér leggjum við alúð við að rækta bæði líkama og sál.