Íþróttafræðibraut

NÁMSBRAUT

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Íþróttabraut stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á íþróttabraut er lögð áhersla á gott almennt nám með sérstaka áherslu á trausta þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða. Að loknu námi eiga nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu á áðurnefndum sviðum og vera færir um að nýta sér hana við margvísleg verkefni og til frekara náms, einkum í íþrótta- og heilsufræðum. Valmöguleikar, s.s. lokaverkefni á braut, mismunandi íþróttagreinar og –fræði, gefa nemendum kost á því að sveigja námið að einhverju leyti að þörfum sínum og áhugasviðum. Á þann hátt geta þeir einnig undirbúið sig fyrir ýmisskonar framhaldsnám, t.d. með hliðsjón af fyrirliggjandi aðgangsviðmiðum námsbrauta háskólanna eða annarra framhaldsskóla.

GRUNNUPPLÝSINGAR MEGINATRIÐI BRAUTARLÝSINGAR

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á íþróttabraut eru að nemandi hafi að lágmarki einkunnina C í kjarnagreinum úr grunnskóla.
Skipulag: Nám á íþróttabraut er í bland bæði verklegt og bóklegt og fer fram ýmist í íþróttahúsi eða í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á nám i íþróttafræðum, þjálffræði, íþróttagreinum og starfsnámi. Kjarninn samanstendur af áföngum sem nemendur af öllum stúdentsbrautum taka en brautarkjarninn er sérkenndur fyrir íþróttabrautina. Frjálsu vali þarf að haga þannig að skilyrðum aðalnámskrár um þrepaskiptingu náms til stúdentsprófs sé fullnægt. Vegna smæðar skólans geta þær aðstæður komið upp að æskilegt eða jafnvel nauðsynlegt kann að reynast að sækja nám í einstaka áfanga/áföngum til annarra skóla s.s. með fjarnámi.
Námsmat Símat er ríkjandi þáttur í námsmati skólans og er áhersla lögð á fjölbreyttar matsaðferðir til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda. Leiðsegjandi mat er lykilatriði í námsmati. Umgjörð námsmats er útfært í skólanámskrá, en nánar er kveðið á um námsmat einstakra áfanga í kennsluáætlunum hverju sinni. Stöðumat er gefið tvisvar á önn í öllum námsgreinum.
Starfsnám: Hluti af námi nemenda á íþróttabraut er starfsnám sem fer fram í skólum eða hjá íþróttafélögum sem eru samstarfsaðilar Framhaldsskólans á Laugum. Nemendur skipuleggja og framkvæma íþróttakennslu/íþróttaþjálfun undir handleiðslu íþróttakennara eða annara fagaðila.
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseiningafjöldi til stúdentsprófs er 200 einingar. Námstími til stúdentsprófs er áætlaður 3 ár, en getur verið sveigjanlegur. Gert er ráð fyrir að nemendur ljúki að lágmarki 15 einingum á önn. Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5,0.
Hæfniviðmið: Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …

  • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
  • takast á við frekara nám á sviði íþrótta- og heilsufræða
  • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
  • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
  • taka þátt í lýðræðislegri umræðu og samstarfi
  • leita raka fyrir skoðunum sínum og setja þær fram á skýran og aðgengilegan hátt
  • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga og úrvinnslu og túlkun þeirra
  • geta nýtt sér kunnáttu sína í íþrótta- og heilsufræðum í mögulegri framtíðarþróun
  • njóta, nýta og virða umhverfi sitt á skynsamlegan hátt
  • tengja námið á brautinni nærumhverfi sínu, hvort heldur er skóla eða heimabyggð

EININGAFJÖLDI FJÖLDI FRAMHALDSSKÓLAEININGA SEM ÞARF TIL AÐ ÚTSKRIFAST AF BRAUTINNI

200  fein.

KJARNI SKYLDUÁFANGAR BRAUTARINNAR