Skólaheimsókn

Grunnskólanemar frá Bakkafirði, Mývatnssveit, Vopnafiriði og Þingeyjarsskóla dvöldu hér 14. – 15 febrúar sl. í skólaheimsókn. Nemendur komu um kaffileytið á þriðjudeginum og dvöldu fram yfir hádegi næsta dag. Nemendur Framhaldsskólans á Laugum höfðu veg og vanda af því að gera þessa skólaheimsókn áhugaverða og skemmtilega þar sem dvöl þeirra hófst í íþróttahúsinu og eftir kvöldmat var farið í leiki og spilað. Að loknu kvöldkaffi komst á ró og nemendur komu sér fyrir í heimavistarhúsnæðum skólans. Á miðvikudagsmorgni var svo skólakynning þar sem grunnskólanemar fóru í kennslustundir og fengu kynningu á nokkrum áföngum og að taka þátt í því sem fram fór í tímum. Að hádegisverði loknum héldu nemendur heim á leið. Það var ánægjulegt að fá þennan góða hóp hingað heim að Laugum og vonum við að þau hafi notið þeirrar stundar sem þau dvöldu hér.

Deila