Framhaldsskólinn á Laugum er Mannréttindaframhaldsskóli ársins 2018

Image

Við í Framhaldsskólanum á Laugum tókum að venju þátt í bréfamaraþoni Amnesty International, bréf til bjargar lífi, í desember síðast liðnum.  Við fórum með sigur af hólmi í framhaldsskólakeppninni í flokknum flestar undirskriftir miðað við nemendafjölda og ber skólinn því titilinn Mannréttindaframhaldsskóli ársins 2018.  Við erum að sjálfsögðu afar stolt af þessum titli og fögnum því að nemendur og starfsfólk láti sig mannréttindi varða og sýni það í verki.

Fyrir nokkru söfnuðust nemendur og starfsmenn saman í matsal skólans til að taka á móti viðurkenningarskjali og glæsilegum farandgrip.  Það voru þær Hera og Þórkatla frá Íslandsdeild Amnesty International sem komu færandi hendi, og færðu okkur einnig dýrindis köku í tilefni dagsins.

Það var Eyþór Kári Ingólfsson, forseti nemendafélagsins sem tók við verðlaunagripnum úr hendi Heru Sigurðardóttir.  Með á myndinni er Jóhanna Eydís bókasafnskennari sem sá að mestu um framkvæmd bréfamaraþonsins.

Deila