Reynslunni ríkari eftir veturinn

Image

Blaklið skólans gerði fína ferð í Kópavoginn um síðustu helgi þar sem þeir spiluðu í síðasta helgarmótinu í 3. deild Íslandsmótsins.  Það fór svo að liðið endaði veturinn í 5. sæti deildarinnar og eru reynslunni ríkari eftir veturinn og eru klárlega búnir að setja viðmið til að bæta sig enn meira fyrir næsta vetur. Þeir sem spiluðu í þessu síðasta móti voru: Haukur, Sigurður, Óliver, Árni Fjalar, Guðmundur Gígjar og Stefán Bogi ásamt þeim Bjössa skólameistara og Gumma kennara sem fylltu uppí hópinn fyrir strákana. 

 

Deila