Fjórða og síðasta keppnin í Hressbikarnum

Image

Fjórða og síðasta keppnin í Hressbikarnum 2018 fór fram í dag í íþróttahúsinu. Englarnir og WC Ríben mættust enn á ný og að þessu sinni á blakvellinum. Úr varð hörkuleikur og var þetta jafnasta einvígi liðanna í keppninni í ár.

Fyrsta hrinan var æsispennandi og án þess að ýkja þá var bókstaflega jafnt á öllum tölum allt uppí stöðuna 18 – 18. Þá náðu WC Ríben loksins að slíta Englana frá sér og unnu góðan 21 – 19 sigur og voru þar með komin með forystu í leiknum, en vinna þurfti 2 hrinur til að klára leikinn.

Jafnræði var áfram með liðunum í upphafi 2. hrinu en í stöðunni 3 – 3 náðu WC Ríben góðri skorpu með góðum uppgjöfum frá Sigurbjörgu. Englarnir unnu þó boltann í stöðunni 7 – 3 og fór þá Halldór Helgi í uppgjöf. Halldór náði að slá öll vopn úr höndum WC Ríben og með frábærum uppgjöfum breyttu Englarnir stöðunni í 12 – 3. Eftir það var aldrei spurning hver myndi vinna hrinuna en Englarnir unnu að lokum þægilegan 21 – 14 sigur og kreistu fram oddahrinu.

Gríðarleg spenna var í oddahrinunni, liðin skiptust á að taka forystu en þegar fór að nálgast lok hrinunnar fóru stressið að leggjast á leikmenn og mikið var um mistök í uppgjöfum. Jafnt var í stöðunni 14 – 14. Englarnir áttu uppgjöf en klúðruðu henni. Óliver fór í uppgjöf fyrir WC Ríben og kom boltanum yfir. Eftir mikið klafs og vandræðagang hjá Englunum datt boltinn að lokum í gólfið hjá þeim og 16. stigið í höfn hjá WC Ríben og þar með sigur í leiknum og jafnframt “fullt hús” í keppninni allri. Frábær árangur hjá WC Ríben og óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn en WC Ríben er Hressbikarmeistari 2018.

Verðlaunaafhending fer fram í hádeginu miðvikudaginn 12. desember að lokinni síðasta einvíginu í Laugabikarnum, keppninni milli starfsmanna og nemenda sem er nú í fullum gangi. 

Liðin:
WC Ríben: Óliver, Ragnar, Daníel Freyr, Leon, Indía, Benedikt og Dagný.   
Englarnir: Árni, Sigurbjörg, Haukur, Halldór og Stefán Óli (vantar á myndina Helgu Maríu). 

Deila