Gamla laugin fær gólf

Image

Gamla innisundlaugin á Laugum, sú elsta sinnar tegundar á landinu, var byggð 1925 og gegndi mikilvægu hlutverki í nærfellt áttatíu ár þar til árið 2005 að vígð var ný útisundlaug sunnan við íþróttahúsið. Síðan þá hefur gamla innisundlaugin verið notuð sem félagsaðstaða og kennslustofa. Nýlega var ákveðið að smíða gólf í laugina til að auka notkunarmöguleika rýmisins. Á meðfylgjandi mynd sjást þeir bræður Kristján og Sigurður Hlynur Snæbjörnssynir ásamt Jóni Sverri Sigtryggssyni leggja lokahönd á teppalagningu í lauginni gömlu.

Deila