Baneitrað samband á Njálsgötunni

Leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík (FSH), Pýramus og Þispa hefur undanfarnar vikur æft í samvinnu við Framhaldsskólann á Laugum (FL) leikgerð úr skáldsögu Auðar Haralds Baneitrað samband á Njálsgötunni þar sem sögusviðið er árið 1984 í Reykjavík.  Nemendur beggja skólanna hafa unnið hörðum höndum að þessari uppsetningu í leikstjórn Jennýjar Láru Arnórsdóttur.

Leikritið fjallar um samband móður og sonar á Njálsgötunni og gengur á ýmsu í samskiptum þeirra.  Í aðalhlutverkum eru Daníel Þór Samúelsson (FL) og Kristný Ósk Geirsdóttir (FSH), auk þess skipa samnemendur þeirra aukahlutverk og aðra aðstoð við uppsetningu.

Skólameistari (FL) ásamt kennurum, starfsfólki og nemendum fóru á sýninguna sl. þriðjudagskvöld, sem var jafnframt þriðja sýning og vakti hún mikla ánægju. Leikarar stóðu sig vel í alla staði og þökkum við fyrir góða kvöldskemmtun sem óhætt er að mæla með.

Deila