Sigur í Gettu betur

Lið FL skipa þau Ólafur Ingi Kárason, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Bjargey Ingólfsdóttir

Lið Laugaskóla bar í kvöld sigurorð af liði Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í forkeppni Gettu betur sem útvarpað var á Rás 2. Úrslit urðu þannig að Laugaskóli fékk 22 stig en FÍV fékk 16 stig. Glæsilegur árangur hjá okkar krökkum. Dregið verður í næstu umferð næstkomandi miðvikudagskvöld að lokinni fyrstu umferð keppninnar.

Glæsileg breyting á mötuneyti skólans

Í dag var mötuneytið í Gamla skóla tekið aftur í notkun eftir miklar endurbætur. Glæsileg aðstaða blasti við starfsfólki og nemendum þegar þau mættu í hádegismat. Í allt haust hafa staðið yfir miklar breytingar og var mötuneytið því starfrækt til bráðabirgða í kjallaranum á Tröllasteini. Kristján kokkur og hans samstarfskonur fluttu sig yfir í Gamla skóla í morgun og buðu m.a. uppá lasagna á þessum tímamótum.

Mynd: Hanna Sigrún

Mynd: Hanna Sigrún

Mynd: Hanna Sigrún

 

Hástökkvarar ársins

12. maí 2016 kynnti SFR niðurstöður úr könnun sinni um stofnun ársins 11. árið í röð. Að þessu sinni var Framhaldskólinn á Laugum „hástökkvari ársins 2016“ og fór upp um 65 sæti. Valið er byggt á svörum tæplega 8.000 starfsmanna hjá 142 stofnunum.  Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu, ímynd stofnunar og jafnrétti. Á Laugum gáfu starfsmenn þættinum sjálfstæði í starfi hæstu einkunn en þátturinn ánægja og stolt með stofnunina var þar skammt undan. Lægsta einkunnin var fyrir þáttinn sem mælir ánægju með launakjör. Stjórnendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum eru gríðarlega ánægð með þennan árangur og munu vinna að því hörðum höndum að bæta starfsánægjuna enn frekar.

Tölvugögnum eytt við námslok

Tölvukerfi skólans notast við Office 365 frá Microsoft frá og með hausti 2014. Þegar nemandi hættir námi við skólann er aðgangi hans eytt ásamt öllum gögnum og tölvupósti.

Nemendur þurfa því að taka afrit af þeim gögnum sem þeir vilja eiga þegar önn lýkur.

Nemandi þarf ekki að eyða eða taka til á svæðinu, það gerist sjálfvirkt þegar kerfisstjóri eyðir því.

Aðgangur foreldra að Innu og gleymd lykilorð

Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgang að Innu. Þeir sækja sér lykilorð  á www.inna.is í gegnum “gleymt lykilorð” (sjá lýsingu hér að neðan) og fá sent nýtt lykilorð á netfang forráðamanns sem skráð var í Innu þegar sótt var um skólann. Forráðamaður notar eigin kennitölu.

Gleymt lykilorð
Nemandi sem hefur týnt lykilorði sínu, svo og forrráðamaður nemanda yngri en 18 ára, geta sótt sér lykilorð að Innu. Lykilorðið er sent á netfangið sem skráð er í Innu.
1. Smellt er á tengilinn “Gleymt lykilorð” til hægri á innskráningarsíðu Innu, www.inna.is.
2. Kennitalan er slegin inn og FL valið.
3. Inna sendir sjálfkrafa notendanafn (nota má hvort heldur er notendanafnið eða kennitöluna) og lykilorð í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Innu.

Bókalisti haustannar 2016

Almenn braut

Sigurlaug Kristmannsdóttir, Allt með tölu, ISBN: 978-9979-3-0055-7

Fjölnir Ásmundsson og Guðni Kolbeinsson, Lestu betur – Leskaflar, ISBN: 9979-830-86-7

Fjölnir Ásmundsson og Guðni Kolbeinsson, Lestu betur – Vinnubók, ISBN: 9979-67-014-2

Macmillan Outcomes: Pre-Intermediate Student´s book and Worbook (Clean copies).

Efni frá kennurum.
Lestu áfram →

Varðandi veikindaskráningar

Þegar nemandi FL yngri en 18 ára er veikur, eiga foreldrar að tilkynna veikindin fyrir kl. 10.00 á skrifstofu ritara. Sími 4646300.

Þegar nemandi FL 18 ára og eldri er veikur, á hann sjálfur eða foreldri að tilkynna veikindin fyrir kl. 10.00 á skrifstofu ritara. Sími 4646300.

EKKI er tekið við veikindatilkynningum eftir kl. 10.00.

EKKI er hægt að skrá sig veikan part úr degi, t.d. bara fyrir hádegi.

Nemendur geta EKKI tilkynnt veikindi fyrir annan nemanda.