Nú liggur leiðin að Laugum!

Image

Á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl næstkomandi verður opið hús í íþróttahúsinu á Laugum frá kl. 13:00-16:00. Þar verður ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt í boði fyrir alla aldurshópa.

  • Nemendur og starfsfólk FL munu kynna það fjölbreytta starf sem unnið er í skólanum.
  • Einnig munu vöruframleiðendur og listamenn úr nærsamfélagi okkar verða með kynningar og sölubása.
  • Leikir og þrautir fyrir yngstu kynslóðina verða í boði nemenda FL og lifandi tónlist – skólahljómsveit og söngvarar.
  • Gamli húsmæðraskólinn á Laugum verður opinn og gestir leiddir um húsið og Kórinn Sálubót kemur og tekur nokkur lög.
  • Nemendur FL verða með hesta og teyma undir þeim sem vilja fara á bak.
  • Kaffihúsastemming með vöfflum og tilheyrandi verður í boði Framhaldsskólans.
  • Sundlaugin verður opin – frítt fyrir alla.

Sjáumst sem flest og fögnum sumri saman!

Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum.

Tónkvíslin 2018! – 17. mars á Laugum

Image

Næstkomandi laugardagskvöld fer fram Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum. Við hvetjum unga sem aldna að koma njóta kvöldsins með okkur í íþróttahúsinu á Laugum. Þetta er upplagt tækifæri fyrir útskrifaða og “gamla” nemendur að heimsækja gamla skólann sinn og sjá afrakstur þrotlausar vinnu nemenda við að skipuleggja og koma í framkvæmd einum stæsta tónlistarviðburði sem haldinn er Norðurlandi. Miða er hægt að kaupa tvennan hátt, annarsvegar með því að hafa samband á netfangið tonkvislin@laugar.is og hinsvegar er hægt að kaupa miða beint hér og prenta hann út sjálf: https://tix.is/is/event/5711/tonkvislin-2018/
Einnig er hægt að kaupa miða við dyr en við mælum með því að búið sé að kaupa miða fyrir kvöldið til að forðast biðröð. Endilega deilið þessum tíðindum! 🙂

Almennt miðaverð: Kr. 3000
Börn 6 – 15 ára Kr. 2000
Frítt fyrir börn undir 6 ára

Vika í Tónkvíslina

Miðasala fyrir Tónkvíslina er enn í fullum gangi á tix.is! Tuttugu glæsileg atriði og Helgi Björnsson í hléi dómnefndar 🤩 Klárlega viðburður sem enginn vill missa af.Miðaverð á þennan glæsilega menningarviðburð aðeins 3.000 kr! 🎟️https://tix.is/is/event/5711/tonkvislin-2018/

Posted by Tónkvíslin on 11. mars 2018

Morfís æfing

Image

22. febrúar sl. var haldin Morfís-æfing fyrir Morfís lið Laugaskóla. Þar mættu þau liði starfsmanna og var umræðuefnið fíkniefni. Starfsmenn voru meðmælendur en Morfísliðið voru andmælendur. Æfingin var í tilefni af því að Framhaldsskólinn á Laugum mætir Kvennó í Morfís á þriðjudaginn næsta og er spenningurinn mikill!

Smádýr í Laxá – Guðmundur Smári

Image

Að störfum

Guðmundur Smári raungreinakennari hlaut styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar upp á kr. 345.000 nú á dögunum til að rannsaka smádýr í Laxá. Verkefnið snýst um að fylgjast með sveiflum yfir eitt ár í smádýralífi Laxár, það er gert með því að safna sýnum mánaðarlega og greina hvaða dýr finnast í þeim. Nemendur náttúrufræðibrautar koma til með að vera virkir þátttakendur í verkefninu og kynnast þannig hvernig rannsóknarvinna í líffræði fer fram, á stærri skala en hægt er að kenna í stökum áföngum. Þess er vert að geta að nánast einungis verkefni innan háskóla hljóta styrki úr þessum sjóði og er Framhaldsskólinn á Laugum eini framhaldsskóli landsins sem hlýtur styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar.

Heimsókn á Vopnafjörð

Image

Í dag fóru fjórir starfsmenn frá Laugum í heimsókn í framhaldsdeildina á Vopnafirði. Þar var spjallað við sveitastjórn, grunnskólanema og foreldra og var virkilega gaman að hitta allt þetta fólk sem var áhugasamt um skólann okkar og deildina sem rekin er á Vopnafirði.

Ofurskálin 2018

Image

Ofurskálin 2018 fór fram sl. sunnudagskvöld. Sú hefð hefur skapast í skólanum að hittast í Þróttó og horfa á viðburðinn í beinni útsendingu. Það var vel mætt og nokkrir starfsmenn og makar mættu á svæðið og grilluðu við góðan orðstír framhaldsskólanema. Ofurskálin (Super bowl) er úrslitaleikur í Amerískum fótbolta. Leikur þessi er þekktur innan Bandaríkjanna og Kanada sem football sem þýðir fótbolti á íslensku, er hópíþrótt sem er þekkt fyrir mikla hörku þrátt fyrir að vera þaulskipulögð. Markmið leiksins er að skora sem flest stig með því að koma boltanum að marklínu andstæðingsins. Til þess að koma boltanum áfram má kasta honum, hlaupa með hann eða rétta hann öðrum liðsfélaga. Stig eru skoruð á marga vegu, m.a. með því að koma boltanum yfir marklínuna eða með því að sparka boltanum milli markstanganna.

Vísir að minjasafni

Image

Þegar borðsalur og eldhús Framhaldsskólans á Laugum voru endurbætt á síðasta ári, notaði Kristján Guðmundsson, bryti skólans tækifærið og setti upp vísir að minjasafni með munum skólans frá liðinni tíð. Þetta gæti verið upphafið að skemmtilegu safni og er fólk hvatt til leggja Kristjáni lið td. með því færa honum muni, sem það er tilbúið til að láta af hendi til safnsins. Netfang Kristjáns er kristjan@laugar.is