Grunnskólamót á Laugum

Fyrstu grunnskólanemendurnir komnir í hús.

Dagana 29. og 30. september stendur Íþróttafræðibraut Framhaldsskólans á Laugum fyrir íþróttamóti í skólanum. Keppendur mótsins eru grunnskólanemar víðsvegar af landinu sem munu takast á í íþróttahúsinu. Keppnin sjálf mun vera í dag, föstudag þar sem keppt verður í hinum ýmsu greinum og munu vafalaust margir bíða spenntir eftir tilkynningu um úrslit keppnarinnar.

Um kvöldið fara svangir krakkarnir svo í mat til Kristjáns kokks í Mötuneyti FL þar sem hann mun bjóða uppá íslenskar flatbökur handa bæði nemendum skólans og öllum keppendunum mótsins. Nýuppsett félagsmiðstöð Nemendafélags FL mun vera opinn öllum þar sem í boði eru borðtennisborð og pool borð fyrir þá sem vilja halda keppnunum áfram. Þægileg aðstaða er í félagsmiðstöðinni fyrir gott spjall þar sem nemendum grunnskólana gefst tækifæri á að ræða við nemendur framhaldsskólans um skólalífið og margt annað. Nemendafélag FL mun einnig halda áhugaverða kynningu á námi og félagslífi skólans fyrir grunnskólakrakkana.

Nemendur í Jarðfræði fóru í vettvangsferð með nemendum sama áfanga í Framhaldsskólanum á Húsavík þar sem hinn margfróði Gunnar Baldursson réði för. Veður var með eindæmum gott og höfðu nemendur gagn og gaman af. Farið var upp Hólasand upp í Mývatnssveit þar sem hin ýmsu fyrirbrigði voru skoðuð, t.d. Víti, Leirhnjúkur og Dimmuborgir.

Föstudaginn 22. september bauð Háskólinn á Akureyri útskriftarefnum Framhaldsskólans á Laugum, ásamt fleiri skólum, í háskólakynningu til Akureyrar. Þar voru góðar móttökur og skemmtilegar kynningar á þeim námsbrautum sem skólin hefur uppá að bjóða. Eftir kynningarnar var farið með nemendur í göngutúr um skólann og svo gátu þau skoðað nánar þær brautir sem þeim fannst áhugaverðastar. Eftir það fengu allir pizzur og gos áður en heim var haldið. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn og fróðlegt fyrir nemendur að hlusta á háskólanemana lýsa því hvernig nám væri í boði og hvers vegna það nám sem þau voru í varð fyrir valinu.

Image

Lífið gengur sinn vanagang við Framhaldsskólann á Laugum. Hauststillur síðustu daga hafa gefið okkur okkur fagra daga og gert okkur kleyft að njóta haustlitanna. Aspir og reynitré á svæðinu hafa breytt um lit á degi hverjum undanfarið. Nemendur eru í óða önn við sitt nám og félagslíf og er það almennt álit að skólabragurinn er með eindæmum góður. (Mynd: kip)

Skólasetning 27. ágúst kl. 18:00

Framhaldsskólinn á Laugum verður settur í þrítugasta sinn kl. 18:00 sunnudaginn 27. ágúst í íþróttahúsi skólans. Að skólasetningu lokinni verður nemendum og aðstandendum þeirra boðið upp á kvöldmat í matsal skólans. Heimavistirnar opna kl. 13:00 sama dag. Við hlökkum til að sjá ykkur öll og til komandi vetrar.

34 nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum

Þann 20. maí voru brautskráðir 34 nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum í blíðskaparveðri, en aldrei áður hafa svona margir verið brautskráðir frá skólanum. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson brautskráðist af félagsfræðibraut með hæstu einkunn allra eða 9,35. Bjargey Ingólfsdóttir brautskráðist af íþróttabraut með hæstu einkunn stúlkna 8,09.  Lestu áfram →