5 dagar í Tónkvíslina

Tónkvíslin, söngkeppnin okkar, fer fram næsta laugardag. Nemendur komnir á fullt í undirbúning og hér að neðan má sjá upphitunarmyndband sem Brynjar Steinn Stefánsson gerði á dögunum.

Hægt er að fylgjast með undirbúningi keppninnar á facebook-síðu Tónkvíslar https://www.facebook.com/tonkvislin/

 

Smellið á linkinn hér að neðan til að sjá myndbandið

Myndband

Guðmundur farandkennari

Stjörnurnar skoðaðar

,,Þriðjudaginn 7. febrúar fór ég austur á Egilsstaði þar sem 10 nemendur eru í fjarnámi í stjörnufræðiáfanga sem ég kenni. Áttum við saman góða stund þar sem nemendur héldu fyrirlestra fyrir mig og ég fyrir þau, ásamt því að farið var í stjörnuskoðun. Eiga nemendurnir lof skilið fyrir úthaldið því við hittumst kl. 16 og vorum að til kl. 20 (eftir hefðbundinn skóladag hjá þeim). Svo var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá kvöldmat í mötuneytinu og var þar pizza í matinn, sem svo skemmtilega vildi til að var líka í hádegismatinn á Laugum. Áleggsúrvalið á Egilsstöðum kom mér mjög á óvart þar sem fjölbreytnin var mikil.”

Pizzuhlaðborðið á Egilsstöðum er veglegt

Guðmundur Smári, náttúrufræðikennari

Naumt tap í Gettu betur

Lið FL skipa þau Ólafur Ingi Kárason, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Bjargey Ingólfsdóttir

Gettu betur lið skólans tapaði naumlega í 16 liða úrslitum í gærkvöldi fyrir liði Fsu. Lokastaða var 17 – 15 og því var liðið ótrúlega nálægt því að vinna sér inn þátttökurétt í 8 liða úrslitum og þar með rétt til að keppa í sjónvarpshluta keppninnar. Frábær frammistaða engu að síður hjá okkar krökkum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn í keppninni í ár. Jafnframt óskum við FSu góðs gengis í keppninni og þökkum fyrir drengilega keppni.

Sigur í Gettu betur

Lið FL skipa þau Ólafur Ingi Kárason, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Bjargey Ingólfsdóttir

Lið Laugaskóla bar í kvöld sigurorð af liði Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í forkeppni Gettu betur sem útvarpað var á Rás 2. Úrslit urðu þannig að Laugaskóli fékk 22 stig en FÍV fékk 16 stig. Glæsilegur árangur hjá okkar krökkum. Dregið verður í næstu umferð næstkomandi miðvikudagskvöld að lokinni fyrstu umferð keppninnar.

Glæsileg breyting á mötuneyti skólans

Í dag var mötuneytið í Gamla skóla tekið aftur í notkun eftir miklar endurbætur. Glæsileg aðstaða blasti við starfsfólki og nemendum þegar þau mættu í hádegismat. Í allt haust hafa staðið yfir miklar breytingar og var mötuneytið því starfrækt til bráðabirgða í kjallaranum á Tröllasteini. Kristján kokkur og hans samstarfskonur fluttu sig yfir í Gamla skóla í morgun og buðu m.a. uppá lasagna á þessum tímamótum.

Mynd: Hanna Sigrún

Mynd: Hanna Sigrún

Mynd: Hanna Sigrún