Aðgangur foreldra að Innu og gleymd lykilorð

Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgang að Innu. Þeir sækja sér lykilorð  á www.inna.is í gegnum „gleymt lykilorð“ (sjá lýsingu hér að neðan) og fá sent nýtt lykilorð á netfang forráðamanns sem skráð var í Innu þegar sótt var um skólann. Forráðamaður notar eigin kennitölu.

Gleymt lykilorð
Nemandi sem hefur týnt lykilorði sínu, svo og forrráðamaður nemanda yngri en 18 ára, geta sótt sér lykilorð að Innu. Lykilorðið er sent á netfangið sem skráð er í Innu.
1. Smellt er á tengilinn „Gleymt lykilorð“ til hægri á innskráningarsíðu Innu, www.inna.is.
2. Kennitalan er slegin inn og FL valið.
3. Inna sendir sjálfkrafa notendanafn (nota má hvort heldur er notendanafnið eða kennitöluna) og lykilorð í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Innu.

Bókalisti haustannar 2016

Almenn braut

Sigurlaug Kristmannsdóttir, Allt með tölu, ISBN: 978-9979-3-0055-7

Fjölnir Ásmundsson og Guðni Kolbeinsson, Lestu betur – Leskaflar, ISBN: 9979-830-86-7

Fjölnir Ásmundsson og Guðni Kolbeinsson, Lestu betur – Vinnubók, ISBN: 9979-67-014-2

Macmillan Outcomes: Pre-Intermediate Student´s book and Worbook (Clean copies).

Efni frá kennurum.
Lestu áfram →

Varðandi veikindaskráningar

Þegar nemandi FL yngri en 18 ára er veikur, eiga foreldrar að tilkynna veikindin fyrir kl. 10.00 á skrifstofu ritara. Sími 4646300.

Þegar nemandi FL 18 ára og eldri er veikur, á hann sjálfur eða foreldri að tilkynna veikindin fyrir kl. 10.00 á skrifstofu ritara. Sími 4646300.

EKKI er tekið við veikindatilkynningum eftir kl. 10.00.

EKKI er hægt að skrá sig veikan part úr degi, t.d. bara fyrir hádegi.

Nemendur geta EKKI tilkynnt veikindi fyrir annan nemanda.